Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

18. fundur 19. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:00 í Teams
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Sorphirðudagatal 2021

2009164

Rætt um mögulegar breytingar á sorphirðu, s.s. klippikort á gámastöðina í Borgarnesi og aukna hirðingu grænu tunnunnar. Framlagt tilboð frá Íslenska Gámafélaginu vegna sorphirðudagatals.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur að við fyrstu sýn virðist klippikort á gámastöðina í Borgarnesi ekki vera fýsilegur kostur að svo stöddu. Nefndin felur verkefnastjóra að óska eftir upplýsingum um hversu mikið sorphirðugjöld myndu hækka á árinu 2021, ef þjónusta yrði aukin í samræmi við tilboðið.

2.Förgun dýraleifa

1709085

Rýnt í magntölur vegna hirðingar dýraleifa.
Söfnun dýraleifa hefur gengið vel. Gögn sýna að u.þ.b. 50% af magni í urðun er vegna sauðfjár, 30% vegna nautgripa, 18% vegna hrossa, 1% vegna svína og 1% vegna hænsna.
Nefndin leggur til að á tímabilinu 1. desember - 31. mars muni söfnun eiga sér stað aðra hverja viku.
Lögð fram tillaga að útreikningi á þjónustugjaldi á eigendur búfjár, þar sem gert er ráð fyrir ákveðnu fastagjaldi á alla búfjáreigendur á lögbýlum í sveitarfélaginu. Því til viðbótar bætist við ákveðin krónutala á hvern grip samkvæmt búfjárskýrslum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmönnum stjórnsýslu - og þjónustusviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Gögn vegna fjárhagsáætlunar lögð fram.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur ekki til breytingar á þeim liðum sem tilheyra nefndinni.

4.Breyting á fundartíma UL- nefndar

2011108

Ákveðið er næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 3. desember vegna seinni umræðu sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun þann 10. desember.

Fundi slitið - kl. 15:00.