Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

22. fundur 18. mars 2021 kl. 13:00 - 14:50 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun- svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2020

2103045

Skýrsla starfshóps Sorpurðunar Vesturlands til eigenda lögð fram.
Lagt fram.

2.Friðlýsingar

2009086

Lagt fram erindi frá Landgræðslunni, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurheimt votlendis vestan við Borgarvog, samhliða friðlýsingu Borgarvogs, á svæði sem nú er nýtt til hrossabeitar. Endurheimt votlendis er skilvirk leið til að draga úr losun kolefnis og í baráttunni við loftslagsbreytingar en á svæðinu eru beitarhólf sem nýtt eru fyrir 50-60 hross til sumarbeitar á hverju ári. Stór hluti svæðisins er haustbeitarsvæði hestamannafélagsins. Svæðið hefur komið illa út í ástandsmati Landgræðslunnar undanfarin ár.
Nýlega var endurnýjaður beitarsamningur við hestamannafélagið Borgfirðing um svæðið. Í þeim samningi eru ítarlegar kröfur um beitarstýringu og landbætur á þessu svæði. Því telur nefndin ekki tímabært að endurheimta votlendi á þessu svæði að svo stöddu.

3.Vatnaleið - gönguleið

2101049

Lögð fram kynning á nýstofnuðu Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs.
Lagt fram.

4.Hreinsunarátak vor 2021

2103048

Tillaga að dagsetningum hreinsunarátaka að vori lögð fram.
Umhverfis og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins verði 20. - 27. apríl, og að hreinsunarátak í dreifbýli verði annars vegar 31. maí - 7. júní og 9. - 16. júní.
Stóri Plokkdagurinn er 24. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka í sínu nánasta umhverfi.
Verkefnið verður auglýst á miðlum sveitarfélagsins þegar nær dregur.

5.Losunarbókhald og loftslagsstefna

2103083

Samkvæmt lögum um Loftslagsmál nr. 70/2012 skulu sveitarfélög setja sér loftslagsstefnu og setja fram aðgerðir um samdrátt i losun gróðurhúsalofttegund. Framlagt minnisblað um fyrstu skref í vinnu við loftslagsstefnu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja vinnu við losunarbókhald í rekstri sveitarfélagsins í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 m.s.br. Í framhaldi hefjist vinna við gerð loftslagsstefnu í samráði við ólíka hagsmunaaðila. Stefnt er að því að fyrsta útgáfa af loftslagsstefnu liggja fyrir í árslok 2021.

6.Umsókn um svæði til hrossabeitar

2103071

Lögð fram umsókn um land til hrossabeitar á Varmalandi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsfólki Stjórnsýslu-og þjónustusviðs að kanna aðkomu UMSB að umræddu landi og hvaða leiðir eru færar til að leigja út landið.

7.Umsókn um grænt svæði í fóstur

2102007

Lögð fram samantekt umsækjenda.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki Stjórnsýslu- og þjónustusviðs að vinna málið áfram og leggja drög að samningi um grænt svæði í fóstur fram á næsta fundi nefndarinnar.

8.Umhverfisverkefni staða mála í mars 2021

2103092

Lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir ýmis verkefni sem eru í gangi í umhverfismálum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:50.