Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Endurnýjun framkvæmdarleyfis - lagningar sjó- og landlagna aðalfráveitukerfis Borgarnesi
1602045
Veitur ohf sækir um endurnýjun framkvæmdaleyfis sem áður var samþykkt í 2008
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita Veitum ohf framkvæmdaleyfi vegna lagningar sjó- og landlagna aðalfráveitukerfis Borgarnesi með fyrirvara um að öll tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni liggi fyrir.
2.Mótorsportfélag Borgarfjarðar
1502085
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Svæði fyrir Motocross í þéttbýli Borgarness var auglýst frá 18. febrúar til og með 29. febrúar 2016. Kynningarfundur var haldin í Hjálmakletti 24. febrúar og mætti 23 manns.
Sjö athugasemdir bárust frá 9 aðilum. Athugasemdirnar voru fyrst og fremst áhyggjur vegna hljóðmengunar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fá verkfræðistofu til að gera hljóðmælingar fyrir svæðið. Tilkynning verður sett á heimasíðu Borgarbyggðar þegar hljóðmælingin fer fram.
Sjö athugasemdir bárust frá 9 aðilum. Athugasemdirnar voru fyrst og fremst áhyggjur vegna hljóðmengunar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fá verkfræðistofu til að gera hljóðmælingar fyrir svæðið. Tilkynning verður sett á heimasíðu Borgarbyggðar þegar hljóðmælingin fer fram.
3.Munaðarnes 2. áfangi - Breytt deiliskipulag
1504012
Deiliskipulag fyrir Munaðarnes, 2. áfanga Selásar, Jötnagarðsás, Litliás og Flókagata.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér uppfærslu á eldra deiliskipulagi fyrir svæðið og sameiningu þeirra, einnig fjölgum um 10 lóðir og skilgreining útivistasvæðis og göngustíga og var auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015.
Ein athugasemd barst frá Bjarnveigu Ingvarsdóttir og Magnús V. Jóhannssyni er varðar útivistarsvæði sem liggur fyrir neðan bústað þeirra og aukinnar umferðar vegna fjölgunar lóða.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur að með því að leggja nýjan veg neðar í landinu sé komið til móts við athugasemd varðandi aukna umferð framhjá bústaðnum. Leiksvæði hefur verið á þessum stað til fjölda ára, en nú er verið að staðfesta það í skipulagi. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér uppfærslu á eldra deiliskipulagi fyrir svæðið og sameiningu þeirra, einnig fjölgum um 10 lóðir og skilgreining útivistasvæðis og göngustíga og var auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015.
Ein athugasemd barst frá Bjarnveigu Ingvarsdóttir og Magnús V. Jóhannssyni er varðar útivistarsvæði sem liggur fyrir neðan bústað þeirra og aukinnar umferðar vegna fjölgunar lóða.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur að með því að leggja nýjan veg neðar í landinu sé komið til móts við athugasemd varðandi aukna umferð framhjá bústaðnum. Leiksvæði hefur verið á þessum stað til fjölda ára, en nú er verið að staðfesta það í skipulagi. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
4.Munaðarnes, 1. áfangi - Breytt deiliskipulag
1504011
Deiliskipulag fyrir Munaðarnes, 1. áfanga - Kolás, Kýrholtsás og Berjaás. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér uppfærslu á eldra deiliskipulagi fyrir svæðið og sameiningu þeirra auk þess er bætt við fjórum nýjum lóðum í skipulagið. Tillagan var auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
5.Ósk um nafnabreytingu á sumarhúsi, 211-0355.
1602033
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir beiðnina.
6.Skotæfingasvæði í landi Hamars
1501024
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fá verkfræðistofu til að gera frekari hljóðmælingar fyrir svæðið. Tilkynning verður sett á heimasíðu Borgarbyggðar þegar hljóðmælingin fer fram.
7.Ölvaldsstaðir 2, aðalskipulagsbreyting
1504120
Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Ölvaldsstaða 2, sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 5 maí 2015 var auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015. Breytinginn felur meðal annars í sér að landnotkun verði breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
8.Ölvaldsstaðir 2, deiliskipulagsbreyting
1505009
Nýtt deiliskipulag vegna Ölvaldsstaðir 2, sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 5 maí 2015 var auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015. Breytinginn er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 5. maí 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 22 frístundalóðir og útivistarsvæði. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
9.Sorphirðuútboð 2016
1509075
Hrafnhildur Tryggvadóttir var viðstödd við afgreiðslu þessa máls.
Fyrirliggur tilboð frá Mannvit verkfræðistofu í gerð útboðsgagna fyrir sorpútboð 2016 fyrir Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Hrafnhildi Tryggvadóttur falið að vinna áfram að málinu.
Áformað er að halda íbúafund/málþing um úrgangsmál í Borgarbyggð í Hjálmakletti þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 20:00.
Fyrirliggur tilboð frá Mannvit verkfræðistofu í gerð útboðsgagna fyrir sorpútboð 2016 fyrir Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Hrafnhildi Tryggvadóttur falið að vinna áfram að málinu.
Áformað er að halda íbúafund/málþing um úrgangsmál í Borgarbyggð í Hjálmakletti þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 20:00.
10.Húsafell, þjónustusvæði - breyting á deiliskipulagi
1511005
Breytingu á deiliskipulagi við Húsafell, verslunar- og þjónustusvæði. Breytingin hefur í för með sér breytt byggingarmagn og breytingu á bílastæði á svæðinu samkvæmt uppdrætti með greinargerð dags. 30. október 2015.
Deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember til og með 5. janúar 2016 skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Unnsteinn Elíasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember til og með 5. janúar 2016 skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir skipulagið, málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Unnsteinn Elíasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
11.Þjónustusamningur um kortasjá
1603006
Þjónustusamningur um kortasjá kynntur. Samningurinn felur í sér betri aðgang að landupplýsingagögnum og lægri kostnað. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn.
12.Egilsgata 6 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
1510003
Grenndarkynning vegna Egilsgötu 6 í Borgarnes er lokið og bárust alls 2 athugasemdir frá 4 aðilum. Lagt fram til kynningar, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
13.Hótel Hamar, breytt deiliskipulag
1602070
Breyting á deiliskipulagi við Hótel Hamar, en um er að ræða minniháttar breytingu á lóðarmörkum og á byggingarreit. Fyrirliggur samþykki Golfklúbbs Borgarness. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. 3. mgr. í skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt hefur verið fram á að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. 3. mgr. í skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt hefur verið fram á að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 11:00.