Fara í efni

Umhverfisnefnd

4. fundur 17. október 2006 kl. 12:24 - 12:24 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 4 Dags : 17.10.2006
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 10:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Pétursdóttir
Þórunn Reykdal
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
  1. Erindisbréf – breytingatillögur lagðar fram.
Breytingatillögur verði sendar til sveitarstjóra.
 
  1. Umræða um tillögur umhverfisfulltrúa um reglur varðandi uppsetningu auglýsingaskilta í sveitarfélaginu, sem lagðar voru fram á síðasta fundi nefndarinnar.
Umhverfisfulltrúa falið að móta tillögu að reglugerð um þennan málaflokk.
 
  1. Varmalandsskóli – Útsýnispallur. Bréf frá, Þórunni Maríu Óðinsdóttur, skólastjóra Varmalandsskóla lagt fram.
Að fengnum viðbótarupplýsingum vegna útsýnispalls á Varmalandi  tekur umhverfisnefnd jákvætt í erindið.
 
  1. Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Environice mætir á fundinn til að taka þátt í umræðu um Staðardagskrá 21.
Ragnhildur tók þátt í umræðum um þau mál sem koma hér á eftir.
 
  1. Jarðgerð á Hvanneyri
    1. Staða jarðgerðarinnar kynnt. Gögn frá Ríkharð Brynjólfssyni lögð fram.
    2. Gildandi samningur milli sveitarfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands kynntur og ræddur. 
    3. Rætt um leiðir til að koma nýjum íbúum á Hvanneyri af stað í flokkun og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum sínum.
Þriggja manna starfshópur verði skipaður ásamt umhverfisfulltrúa til að skoða stöðu úrgangs- og skólpmála og leggja línurnar fyrir framhaldið. Í starfshópnum sitji Guðmundur Hallgrímsson, Björk Harðardóttir, Þórunn Pétursdóttir og Björg Gunnarsdóttir .
 
  1. Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa um það í hvaða þéttbýliskjarna hefja skuli næsta jarðgerðarátak, í anda þess sem gert hefur verið á Hvanneyri frá 1997.
Þetta mál verður skoðað þegar starfshópur um jarðgerð á Hvanneyrihefur skilað af sér áliti.
 
  1. Nemendagarðar á Hvanneyri. Rædd sú hugmynd um að koma af stað tilraunaverkefni í sorpflokkun við nemendagarðana. Rætt um möguleika þess að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.
Þetta mál verður skoðað þegar starfshópur um jarðgerð á Hvanneyrihefur skilað af sér áliti.
 
  1. ,,Endurnýtingarverslun” með fatnað og húsgögn í sveitarfélaginu. Hugmyndir ræddar um það, hvernig hægt er að minnka rusl og efla endurnýtingu með þessum hætti.
Umhverfisfulltrúa falið að kanna jarðveginn.
 
  1. Vistvernd í verki. Þórunn Pétursdóttir, staðbundinn stjórnandi vistverndar í verki í fyrrverandi Borgarfjarðarsveit, hefur umræðuna.
Verkefnið kynnt. Farið fram á að Borgarbyggð gerist aðili að vistvernd í verki.
 
Mál umfram þau sem boðuð voru.
 
  1. Kynning á hvaða flokkun er viðhöfð hjá Gámaþjónustunni í Borgarnesi.
Þetta verði kynnt í  fréttabréfi Borgarbyggðar. Einnig hvaða flokkun er í gangi á hverri gámastöð fyrir sig.
 
  1. Flokkun á fernum.
Fram kom á fundinum að úrvinnslusjóður greiði 10 kr./kg. þegar fernum er skilað. Félög gætu nýtt sér þetta til fjáröflunar.
 
  1. Umhverfisvitund stofnana sveitarfélagsins.
Rætt um sameiginleg innkaup, þrif, plastmál ofl. Sveitarfélagið verði að ganga fram með góðu fordæmi.
 
  1. Starfslýsing umhverfisfulltrúa.
Starfslýsingin lögð fram að beiðni formanns nefndarinnar.
 
  1. Rúlluplast.
Umhverfisfulltrúa falið að tala við dreifbýlisfulltrúa.
 
 
Fundi slitið kl. 12:00