Fara í efni

Umhverfisnefnd

7. fundur 04. janúar 2007 kl. 08:30 - 08:30 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 7 Dags : 04.01.2007
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 4. janúar 2007 kl. 10:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Pétursdóttir
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
  1. Gámastöðvar í dreifbýli.
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að útliti gámastöðva í dreifbýli.
Lagt til að gerð verði kosnaðaráætlun varðandi það ef sorp yrði sótt heim að öllum bæjum í sveitarfélaginu. Litið verði til annara sveitarfélaga og staðardagskrárskýrslu Borgafjarðarsveitar. 
 
  1. Jólaskreytingar
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa til umræðu.
Nefndin telur reynandi að fá styrktaraðila til að kosta og sjá um jólaskreytingar sveitarfélagsins.
 
  1. Fjölsóttir ferðamannastaðir í Borgarbyggð
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að aðkomu sveitarfélagsins við uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða í Borgarbyggð.
Óskað er álits byggðaráðs á tillögunni og í framhaldi af því niðurstöðu varðandi erindi eigenda Hreðavatns.
 
  1. Hundahald og lausaganga hunda í Borgarbyggð
Lagt fram erindi frá byggðaráði.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
  1. Vistvernd í verki
Umhverfisfulltrúi kynnti bókun byggðaráðs um að sveitarfélagið gerðist aðili að verkefninu. Rætt var um hvort nauðsynlegt væri að fleiri myndu sækja leiðbeinendanámskeið hjá Landvernd. Nefndin telur að athuga hver kosnaðurinn yrði við að fá námskeiðið hingað og hvort þörf væri á því.
 
  1. Úrgangs- og skólpmál á Hvanneyri
Upplýsingar frá starfshópi.
 
  1. Önnur mál
 
Umhverfisnefnd fer fram á að umhverfisfulltrúi fái aðstöðu í ráðhúsinu í Borgarnesi á meðan ekki er fullnægjandi aðstaða í Reykholti.
 
Kynntir voru pokar sem umhverfisfulltrúa voru gefnir sem eru að hluta til úr maíssterkju og brotna niður á hálfum mánuði í náttúrunni. Þeir fá að fara í ferðalag gegnum moltuvélina á Hvanneyri í næstu viku.
 
 
Fundi slitið kl. 11:50