Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 9
Dags : 22.02.2007
Guðmundur Hallgrímsson Jenný Lind Egilsdóttir
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl. 10:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Varamenn: Sigurður Helgason og Guðmundur Skúli Halldórsson
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
- Hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Drög að samþykkt lögð fram.
Rætt um jafnræðisreglu milli þéttbýlis og dreifbýlis varðandi gjaldtöku. Það kom fram hugmynd um að setja upp hundaskítstunnur í þéttbýlisstöðunum. Nefndin leggur til að drögin verði send í yfirlestur til heilbrigðisfulltrúa, dreifbýlisfulltrúanna og íbúasamtaka Hvanneyrar. Málið verður tekið upp á fundi nefndarinnar í næstu viku.
- Auglýsingaskilti í Borgarbyggð
Drög að samþykkt lögð fram.
Nefndarmenn báðu um að atriði varðandi auglýsingafána, auglýsingar innanhúss á
glugga, tímabundin skilti, bráðabirgðaskilti og skilti við stofn- og tengibrautir yrðu athuguð frekar. Málið verður tekið upp á fundi nendarinnar í næstu viku.
- Önnur mál
Framlagt bréf frá Hjördísi Hjartardóttur varðandi jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð. Verður tekið frekar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Framlagt bréf frá Páli Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands varðandi brúargerð við Langavatn og fræðslurit FÍ Vatnaleiðin. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um útlit og tengingu við gönguleið. Verður tekið frekar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrirspurn frá Sigurði Helgasyni varðandi gámastöðvar í dreifbýli og sorphirðu almennt.
Fyrirspurn frá Sigurði Helgasyni varðandi fjölsótta ferðamannastaði.
Jenný Lind lagði fram tillögu um hvort hægt væri að fara í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur um bílaþvottaplan við fráveitustöð í Brákarey.
Fundi slitið kl. 11:50.