Fara í efni

Umhverfisnefnd

16. fundur 04. október 2007 kl. 13:36 - 13:36 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 16 Dags : 04.10.2007
Umhverfisnefnd
16. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 4. október 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mætt voru:
 
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
 
Varamenn:
Sigurður Helgason
 
Umhverfis- og kynningarfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
  1. Staðardagskrá 21
Umhverfis- og kynningarfulltrúi, Björg Gunnarsdóttir, gerir grein fyrir hvernig Sd21- vinnuskjalið hefur skilað sér frá nefndum sveitarfélagsins.  
Vegna þess hvað heimtur hafa verið litlar frá nefndum sveitarfélagsins, þá er ljóst að íbúafundi sem vera átti í byrjun október verði frestað til loka október.
Umhverfis- og kynningarfulltrúa falið að senda skýrslu um stöðu mála til sveitarstjórnar.
 
  1. Vistvernd í verki
Framlögð tillaga frá formanni umhverfisnefndar,
Björk Harðardóttur, um að Borgarbyggð greiði bókargjald og þátttökugjald fyrir alla þátttakendur í umhverfisverkefninu
,,Vistvernd í verki”.
Samþykkt fyrir árið 2007 – 2008.
 
  1. Jólaskreytingar 2007
Nefndarmaðurinn, Guðmundur Skúli Halldórsson, kynnir hvernig til tókst með jólaskreytingar í sveitarfélaginu jólin 2006.
Nefndin óskar eftir að athugað verði hvort Orkuveitan geti komið að jólaskreytingum í Borgarbyggð.
Nefndin samþykkir þá tillögu Guðmundar Skúla að ekki verð sett upp tré við Grunnskóla Borgarness, Safnahús, Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyri, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjarnsreykjum og í Reykholti. Þessum stofnunum verður falið að sjá um jólaskreytingar hjá sér sjálfum. Umhverfis- og kynningarfulltrúa falið að skrifa bréf til þessara stofnana vegna þessa.
 
  1. Aukin jarðgerð í Borgarbyggð.
Lögð fram  tillaga frá  umhverfis- og kynningarfulltrúa.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
  1. Fjárhagsáætlun 2008.
Lögð fram tillaga að skiptingu tekna á málaflokka í fjárhagsáætlun 2008.
Nefnin fór yfir tillöguna og ákvað að koma saman að hálfum mánuði liðnum.
 
  1. Önnur mál.
 
 
Fundi slitið 10:30