Fara í efni

Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

2. fundur 16. september 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Björg Gunnarsdóttir Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Dagskrá

1.Efling græna hagkerfisins á Íslandi

1309067

Lagðar fram tvær skýrslur sem varða eflingu græna hagkerfisins á Íslandi.

2.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011 - 2014

1309069

Lögð fram stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011 - 2014.

3.Skýrsla um Staðardagskrá 21 á Íslandi

1309070

Lögð fram lokaskýrsla um samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins 1998 - 2009.

4.Sjálfbærniráðstefna borga og sveitarfélaga árið 2013

1309068

Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar sem haldin var í vor og niðurstöður hennar.

5.Vinnuáætlun fyrir nefndir sveitarfélagsins

1309071

Vinnuhópurinn hyggst skila inn í lokin tillögum að vinnuáætlun fyrir nefndir sveitarfélagsins.

6.Endurnýjun staðardagskrárskýrslu

1309066

Lagt fram vinnuskjal vegna endurnýjunar staðardagskrárskýrslu.
Vinnuhópurinn ákvað að byrja frá grunni á nýju skjali en hafa núverandi staðardagskrárskýrslu til hliðsjónar.

Hópurinn óskaði eftir að fá send gögn frá menntaþingi og íbúafundum sem haldnir hafa verið eftir capacent kannanir þar sem viðhorf íbúa til margra mála kemur fram.

Rætt um efnistök og hvað þurfi að fjalla um í nýrri skýrslu.

Hópurinn veltir því fyrir sér hvaða sess þessi skýrsla kemur til með að skipa í framtíðarskipulagi Borgarbyggðar.

7.Vinnuáætlun fyrir næsta fund

1309026

Rætt um vinnuáætlun fyrir næsta fund.
Fyrir næsta fund er áætlað að lesa umhverfis- og staðardagskrárskýrslur sveitarfélaga betur.
Koma með athugasemdir og tillögur að því sem nýta má úr gömlu skýrslunni.
Skrifa efnisyfirlit að nýrri skýrslu. Skýrslan um eflingu græna hagkerfisins verður í því sambandi höfð til hliðsjónar.
Kynna sér íbúakannannanir og samantektir frá íbúafundum.

Fundi slitið - kl. 13:00.