Vinnuhópur um Staðardagskrá 21
Dagskrá
1.Endurnýjun staðardagskrárskýrslu
1309066
Lögð fram nokkur skjöl sem varða vinnu við endurnýjun staðardagskrárskýrslu.
Vinnuhópurinn fór í gegnum alla kaflana. Megnið af efninu er komið inn en það er ljóst að töluverð vinna er eftir varðandi uppsetningu skýrslunnar. Ákveðið var að hafa hvern undirkafla einungis eina blaðsíðu þar sem fram koma markmið, leiðir og ávinningur. Með þessu verði því markmiði náð að gera skýrsluna einfalda og læsilega. Einnig var ákveðið að hafa myndir sem tengjast efninu sem víðast í skýrslunni.
2.Verkefnalisti í samræmi við staðardagskrárskýrslu
1401075
Lögð fram drög að verkefnalista í samræmi við staðardagskrárskýrslu 2014
3.Vinnuáætlun fyrir næsta fund
1309026
Ákveðið að hver vinni sinn kafla inn í þá uppsetningu sem ákveðin var á fundinum og reyni að komast sem lengst með það fyrir næsta föstudag. Þá muni nefndarmenn vera í sambandi og ákveða næsta skref.
Fundi slitið - kl. 16:00.