Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

31. fundur 14. júní 2014 kl. 10:00 - 21:00 sem símafundur
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson aðalmaður
  • Árni Ingvarsson aðalmaður
  • Unnsteinn S. Snorrason varamaður
Fundargerð ritaði: Unnsteinn Snorri Snorrason
Dagskrá

1.Erindi frá ábúendum Hrísa í Flókadal

1408114

Lagt fram bréf, dagsett 13. júní 2014, frá Þórdísi Sigurbjörnsdóttur og Dagbjarti Dagbjartssyni.
Tekið fyrir erindi frá ábúendum Hrísa í Flókadal um leyfi til upprekstrar fjár á afrétt Andkílinga og Lunddælinga sumarið 2014.
Ákveðið að veita leyfi með sömu skilmálum og verið hefur.

2.Oddsstaðarétt

1408115

Fjallskilanefnd hefur verið hvött til þess að flýta Oddsstaðrétt þannig að réttað verði 10. september í staðinn fyrir 17. september eins og fjallskilareglugerð gerir ráð fyrir. Ákveðið að Ólafur leggi erindið fyrir sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 21:00.