Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Skipulagslýsing
2002119
2.Húsafellstorfa, Verkefnalýsing að breytingu aðalskipulags.
2003034
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja verkefnalýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Húsafelli til auglýsingar.
Lögð var fram verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags. 8. maí 2020. Markmiðið er að setja stefnu um svæðið fyrir verslun og þjónustu sem heimili kapellu, gistiheimili, steinhörpusafn, listagallerí, vinnustofu og annað sem getur komið þarna þessu tengdi. Afmörkun nýrrar frístundarbyggðar út frá hugmyndum landeiganda.
Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Lögð var fram verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags. 8. maí 2020. Markmiðið er að setja stefnu um svæðið fyrir verslun og þjónustu sem heimili kapellu, gistiheimili, steinhörpusafn, listagallerí, vinnustofu og annað sem getur komið þarna þessu tengdi. Afmörkun nýrrar frístundarbyggðar út frá hugmyndum landeiganda.
Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Vörðuholt í Borgarnesi, tilllaga að deiliskipulagi verkefnalýsing
2006047
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja verkefnalýsingu fyrir tillögu að deiliskipulagi Vörðuholts til auglýsingar.
Lögð var fram verkefnalýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúabyggð í Borgarnesi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina núverandi byggingarreiti fyrir íbúabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúasvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Göngustígar og slóðar sem liggja um svæðið verða skilgreindir frekar í skipulaginu.
Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar á aðalskipulagi fyrir Borgarvog og Dílatanga verður auglýst samhliða. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Lögð var fram verkefnalýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúabyggð í Borgarnesi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina núverandi byggingarreiti fyrir íbúabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúasvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Göngustígar og slóðar sem liggja um svæðið verða skilgreindir frekar í skipulaginu.
Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar á aðalskipulagi fyrir Borgarvog og Dílatanga verður auglýst samhliða. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.Skógarbrekkur 4 lnr.188642 - Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús
2003045
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.03.20. Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsækjandi: Jón Magnús Halldórsson, kt. 091162-3509, f.h. eiganda Oddgeir Gylfason. Uppdrætti frá Jón Magnús Halldórsson, AKA Studio. Mælst er til þess að byggingar séu innan byggingarreits og fjarlægð bygginga séu að minnsta kosti 10 m frá lóðarmörkum.
Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
5.Stekkjarholt 4 í Borgarnesi
2006028
Deiliskipulag fyrir Bjargsland tók gildi 19.01.2001, gerðar voru breytingar á því deiliskipulagi 21.05.2001 þar sem tengivegur var aflagður, með þeim breytingum var svigrúm til að byggja lóð nr. 2 við Stekkjarholt. Skv. breytingartillögu var gert ráð fyrir að byggt yrði á lóð nr. 4, miðað við landslag var ekki hægt að byggja á umræddri lóð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg frávik á gildandi skipulagi og lóð nr. 4 verði felld út. Einnig er lagt til að lóð verði nýtt sem snúningsplan og hugsanlegra bifreiðastæða.
6.Flokkun landbúnaðarlands í skipulagi
2005158
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um mögulega flokkun landbúnaðarlands í aðalskipulagi.
Lagt var fram minnisblað sem fjallar um flokkun landbúnaðarlands í Borgarbyggð. Nefndin telur rétt að flokkun landbúnaðarlands verði í fjórum flokkum. Skipulags- og byggingarnefnd felur starfsfólki Umhverfis-og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu. Nefndin óskar einnig eftir að fá kynningu á framvindu verkefnisins.
7.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
1703072
Lögð var fram kynning á vinnuhópsins á miðbæjarskipulagi Borganess sem snýr aðalega að gróðri og lýsingu, dags. 04.04.2018. Skipulags- og byggingarnefnd finnst hugmyndirnar áhugaverðar og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram með málið.
8.Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi, kynningarfundur.
2006031
Haldin var kynningarfundur þar sem neðangreindar tillögur voru kynntar. 26 íbúar mættu á fundinn: Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir áhuga og ummræður er varðar tillögur.
Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Borgarvogur í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi
Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Borgarvogur í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi
Guðrún Kristjánsdóttir vék af fundi meðan liður 9 var afgreiddur vegna tengsla við aðila máls.
9.Egilsgata 6 lnr.135598 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
2003043
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 01.03.2020. Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og geymslu á lóð nr. 6 við Egilsgötu, í þrjár studioíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð. Stærðir óbreyttar. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Bent er á að bílastæði fyrir íbúðir 101, 102 og 103 eru við Egilsgötu og eru stæði í eigu Borgarbyggðar. Borgarbyggð vinnur að fjölgun bílastæða á svæðinu. Umsækjandi: Helga Halldórsdóttir f.h. eigenda Egilsgötu 6. Uppdrættir frá Ragnari Má Ragnarssyni kt. 200373-5109, PLAN teiknistofa.
Fjórar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, athugasemdir voru lagðar fram ásamt svarbréfi við þeim.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Fjórar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, athugasemdir voru lagðar fram ásamt svarbréfi við þeim.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Lögð var fram skipulags- og matslýsing dags. 28. maí 2020 fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Verkefnið er unnið á grundvelli skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Í skjalinu er lýst hvernig staðið verður að gerð aðalskipulagsins með það að markmiði að gefa íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu.
Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.