Fara í efni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar

199. fundur 11. júní 2020 kl. 16:00 - 17:28 í Hjálmakletti
Nefndarmenn
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason 1. varaforseti
  • Sigurður Guðmundsson varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson aðalmaður
  • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Magnús Smári Snorrason 1. varaforseti stýrði fundi.

1.Kosningar skv samþykktum Borgarbyggðar í júní 2020

2006079

Kosning forseta sveitarstjórnar og 1. og 2. varaforseta til eins árs.
Kosning aðalmanna í byggðarráð til eins árs
Kosning varamanna í byggðarráð til eins árs
Kosning fimm fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi til eins árs og fimm til vara.
Framlögð tillaga um að forseti sveitarstjórnar til eins árs verði Lilja Björg Ágústsdóttir.
Samþykkt samhljóða

Framlögð tillaga um að 1. varaforseti sveitarstjórnar til eins árs verði Magnús Smári Snorrason
Samþykkt samhljóða

Framlögð tillaga um að 2. varaforseti sveitarstjórnar verði Finnbogi Leifsson
Samþykkt samhljóða.

Framlögð tillaga um að aðalmenn í byggðarráði til eins árs eftirtaldir:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Áheyrnarfulltrúi til eins árs: Magnús Smári Snorrason


Samþykkt samhljóða

Framlögð tillaga um að varamenn í byggðarráði til eins árs verði eftirtaldir:
Silja Eyrún Steingrímsdóttir
Guðmundur Freyr Kristbergsson
Davíð Sigurðsson

Varaáheyrnarfullltrúi: Logi Sigurðsson


Samþykkt samhljóða

Framlögð tillaga um að aðalfulltrúar á aðalfundi Samtaka sveitarfélag á Vesturlandi verði: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir.

Samþykkt samhljóða

Framlögð tillaga um að varamenn á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verði:Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson, Eiríkur Ólafsson

Samþykkt samhljóða

2.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland lögð fram til afgreiðslu
Samþykkt samhljóða að vísa þessum lið til byggðarráðs.

3.Ljósleiðari Borgarbyggðar ehf - stofnskjöl

1912001

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri, gegni starfi framkvæmdastjóra Ljósleiðara Borgarbyggðar ehf. og verði einnig prókúruhafi félagsins."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu 526. fundar byggðarráðs samhljóða.

4.Aðalfundur SSV og tengdra félaga

2005168

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs: "Á 173. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 5. júlí 2018, voru eftirfarandi aðilar kosnir fulltrúar á aðalfundi SSV:

Aðalmenn: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Gunnlaugur Júlíusson
Varamenn: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, María Júlía Jónsdóttir, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson, Eiríkur Ólafsson

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að Þórdís Sif Sigurðardóttir verði kosin aðalmaður í stað Gunnlaugs Júlíussonar og Logi Sigurðsson verði kosinn varamaður í stað Maríu Júlíu Jónsdótttur.

Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfund SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra."
Lagt fram

5.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár 20.5.2020

2005077

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð felur Davíð Sigurðssyni að mæta til aðalfundar veiðifélagsins fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæði þess."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

6.Stofnun nýrrar landeignar í landi Akra 3[L135987]_Akraós

2005136

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lögð fram umsókn Magnúsar Tómassonar um stofnun lóðar úr landi Akra 3 lnr. 135987
Byggðarráð samþykkir að eignin Akraós verði stofnuð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagssviðs."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

7.Stofnun nýrrar landeignar úr landi Arnbjarga [L205886]

2005123

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lögð fram umsókn Ragnheiðar Guðnadóttur um stofnun tveggja lóða úr landi Arnbjarga lnr. 205886
Byggðarráð samþykkir að lóðirnar Sjávarfoss og Holtið verði stofnaðar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis - og skipulagssviðs."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

8.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 15.6.2020

2005306

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lagt fram fundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. á aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 15. júní 2020 kl. 13:00 á Hótel Hamri í Borgarbyggð.
Samþykkt var að tilnefna Halldóru Lóa Þorvaldsdóttur og Finnbogi Leifsson í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. f.h. Borgarbyggðar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða og felur jafnframt sveitarstjóra að fara með atkvæði Borgarbyggðar á aðalfundinum.

Til máls tók FL.

9.Göngustígur Dílatangi - Borg_Framkvæmdaleyfi

2005292

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lögð fram beiðni umhverfis - og skipulagssviðs um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Dílatanga að Borg.
Byggðarráð samþykkir að gefið verði út umbeðið framkvæmdaleyfi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum lið til til umfjöllunar í skipulags - og byggingarnefnd.

Guðveig Lind Eyglóardóttir lagði fram eftirfarandi bókun "ulltrúar Framsóknarflokksins telja ekki tímabært að gefa út framkvæmdarleyfi vegna göngustígs yfir svokallaðar Fitjar, frá Granastöðum að gamla mjólkursamlaginu. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir eða upplýsingar um hve djúpt sé niður á fast land á þessu svæði þar sem gætir fljóðs og fjöru. Fulltrúar Framsóknarflokksins telja eðlilegt að hugmyndir að göngustíg yfir votlendið þarfnist bæði umsagnar umhverfisstofnunnar og samráðs við íbúa.

Fundarhlé kl. 16:16 - fundi fram haldið kl, 16:22.

Til máls tóku: GLE, GFK, GFK,

10.Snagi í Norðurárdal - framkvæmdaleyfi

2005297

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lögð fram umsókn Hafþórsstaða ehf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum við Snaga í Norðurárdal, ásamt fylgigögnum.
Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út umrætt framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

11.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

2003067

Afgreiðsla 527. fundar byggðarráðs: "Lagt fram uppfært fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 12.6.2020.
Samþykkt að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

12.Barnvænt samfélag - vinnuhópur

1911117

Afgreiðsla 528. fundar byggðarráðs: "Byggðaráð tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttur og Sonju Lind Eyglóardóttur í vinnuhóp um barnvænt samfélag. Anna Magnea Hreinsdóttir er tilnefnd sem verkefnastjóri og vísar ákvörðuninni til staðfestingar sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

13.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa

2002081

Afgreiðsla 528. fundar byggðarráðs: "Byggðaráð samþykkir að fella niður rúmmetragjöld úr gjaldskrá byggingarfulltrúa frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 til að lækka framkvæmdakostnað einstaklinga og fyrirtækja sérstaklega til að hvetja til framkvæmda og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

Forseti bar upp svohljóðandi viðaukatillögu "Það skal áréttað að um er að ræða tímabundinn afslátt af gjöldunum og koma þau til áhrifa hjá þeim umsækjendum sem fá afgreiðslu eftir 1. júní." Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: DS,

14.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundarboð - 5. júní

2006006

Afgreiðsla 528. fundar byggðarráðs: "Byggðaráð felur formanni fjallskilanefndar Þverárréttar, Kristjáni Axelssyni, að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

15.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2020

2005345

Afgreiðsla 528. fundar byggðarráðs:"
Byggðaráð felur starfsmanni Safnahúss Borgarfjarðar að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

16.Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Skipulagslýsing

2002119

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja verkefnalýsingu fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Lögð var fram skipulags- og matslýsing dags. 28. maí 2020 fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Verkefnið er unnið á grundvelli skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Í skjalinu er lýst hvernig staðið verður að gerð aðalskipulagsins með það að markmiði að gefa íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir verkefnalýsingu fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar.
Lögð var fram skipulags- og matslýsing dags. 28. maí 2020 fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Verkefnið er unnið á grundvelli skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Í skjalinu er lýst hvernig staðið verður að gerð aðalskipulagsins með það að markmiði að gefa íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu.
Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

17.Húsafellstorfa, Verkefnalýsing að breytingu aðalskipulags.

2003034

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja verkefnalýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Húsafelli til auglýsingar. Lögð var fram verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags. 8. maí 2020. Markmiðið er að setja stefnu um svæðið fyrir verslun og þjónustu sem heimili kapellu, gistiheimili, steinhörpusafn, listagallerí, vinnustofu og annað sem getur komið þarna þessu tengdi. Afmörkun nýrrar frístundarbyggðar út frá hugmyndum landeiganda. Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir verkefnalýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Húsafelli til auglýsingar.
Lögð var fram verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags. 8. maí 2020. Markmiðið er að setja stefnu um svæðið fyrir verslun og þjónustu sem heimili kapellu, gistiheimili, steinhörpusafn, listagallerí, vinnustofu og annað sem getur komið þarna þessu tengt. Afmörkun nýrrar frístundarbyggðar út frá hugmyndum landeiganda.
Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

18.Vörðuholt í Borgarnesi, tilllaga að deiliskipulagi verkefnalýsing

2006047

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja verkefnalýsingu fyrir tillögu að deiliskipulagi Vörðuholts til auglýsingar. Lögð var fram verkefnalýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúabyggð í Borgarnesi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina núverandi byggingarreiti fyrir íbúabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúasvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Göngustígar og slóðar sem liggja um svæðið verða skilgreindir frekar í skipulaginu. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar á aðalskipulagi fyrir Borgarvog og Dílatanga verður auglýst samhliða. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir verkefnalýsingu fyrir tillögu að deiliskipulagi Vörðuholts til auglýsingar.
Lögð var fram verkefnalýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúabyggð í Borgarnesi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina núverandi byggingarreiti fyrir íbúabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúasvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Göngustígar og slóðar sem liggja um svæðið verða skilgreindir frekar í skipulaginu.

Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar á aðalskipulagi fyrir Borgarvog og Dílatanga verður auglýst samhliða.

Samþykkt samhljóða

19.Skógarbrekkur 4 lnr.188642 - Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús

2003045

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.03.20. Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsækjandi: Jón Magnús Halldórsson, kt. 091162-3509, f.h. eiganda Oddgeir Gylfason. Uppdrætti frá Jón Magnús Halldórsson, AKA Studio. Mælst er til þess að byggingar séu innan byggingarreits og fjarlægð bygginga séu að minnsta kosti 10 m frá lóðarmörkum. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.03.20. Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsækjandi: Jón Magnús Halldórsson, kt. 091162-3509, f.h. eiganda Oddgeir Gylfason. Uppdrætti frá Jón Magnús Halldórsson, AKA Studio. Mælst er til þess að byggingar séu innan byggingarreits og fjarlægð bygginga séu að minnsta kosti 10 m frá lóðarmörkum. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða

20.Egilsgata 6 lnr.135598 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn

2003043

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 01.03.2020. Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og geymslu á lóð nr. 6 við Egilsgötu, í þrjár studioíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð. Stærðir óbreyttar. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Bent er á að bílastæði fyrir íbúðir 101, 102 og 103 eru við Egilsgötu og eru stæði í eigu Borgarbyggðar. Borgarbyggð vinnur að fjölgun bílastæða á svæðinu. Umsækjandi: Helga Halldórsdóttir f.h. eigenda Egilsgötu 6. Uppdrættir frá Ragnari Má Ragnarssyni kt. 200373-5109, PLAN teiknistofa. Fjórar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, athugasemdir voru lagðar fram ásamt svarbréfi við þeim. Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 01.03.2020. Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og geymslu á lóð nr. 6 við Egilsgötu, í þrjár studioíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð. Stærðir óbreyttar. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Bent er á að bílastæði fyrir íbúðir 101, 102 og 103 eru við Egilsgötu og eru stæði í eigu Borgarbyggðar. Borgarbyggð vinnur að fjölgun bílastæða á svæðinu. Umsækjandi: Helga Halldórsdóttir f.h. eigenda Egilsgötu 6. Uppdrættir frá Ragnari Má Ragnarssyni kt. 200373-5109, PLAN teiknistofa.
Fjórar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, athugasemdir voru lagðar fram ásamt svarbréfi við þeim.

Samþykkt samhljóða

21.Stekkjarholt 4 í Borgarnesi

2006028

Afgreiðsla 13. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Deiliskipulag fyrir Bjargsland tók gildi 19.01.2001, gerðar voru breytingar á því deiliskipulagi 21.05.2001 þar sem tengivegur var aflagður, með þeim breytingum var svigrúm til að byggja lóð nr. 2 við Stekkjarholt. Skv. breytingartillögu var gert ráð fyrir að byggt yrði á lóð nr. 4, miðað við landslag var ekki hægt að byggja á umræddri lóð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg frávik á gildandi skipulagi og lóð nr. 4 verði felld út. Einnig er lagt til að lóð verði nýtt sem snúningsplan og hugsanlegra bifreiðastæða."
Sveitarstjórn samþykkir að gera óveruleg frávik á gildandi skipulagi og að lóð nr. 4 verði felld út.

Samþykkt samhljóða

22.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2020

2006080

Lögð fram tillaga um næstu fundi sveitarstjórnar og byggðarráðs.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglulegan fund sveitarstjórnar 9. júlí og felur byggðarráði fullnaðarafgreiðslu mála frá og með 18. júní til loka júlí 2020. Fundir byggðarráðs fram til loka júli verða 18. og 25. júní og 9. og 23. júlí.

Samþykkt samþykkt með 8 atkv. FL situr hjá.

23.Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 198

2005003F

Fundargerðin framlögð

24.Byggðarráð Borgarbyggðar - 526

2005007F

Fundargerðin framlögð

Til máls tók HLÞ um liði nr. 1 og 3.

25.Byggðarráð Borgarbyggðar - 527

2005013F

Fundargerðin framlögð

Til máls tók FL um lið nr. 12.

26.Byggðarráð Borgarbyggðar - 528

2006001F

Fundargerðin framlögð

27.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 13

2005006F

Fundargerðin framlögð

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

28.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 14

2005011F

Fundargerðin framlögð

Sigurður Guðmundsson formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

Til máls tók: FL um lið nr. 5

29.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 190

2004015F

Fundargerðin framlögð

Magnús Smári Snorrason formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðinnar.

30.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 13

2006003F

Fundargerðin framlögð

Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

31.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 104

2006005F

Fundargerðin framlögð

Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

32.Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 66

2005009F

Fundargerðin framlögð

33.Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 42

2006009F

Fundargerðin framlögð

Til máls tók FL

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti flýtingu leita á Oddstaðaafrétti og vísar erindinu til stjórnar fjallskilaumdæmis Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

34.Fjallskilanefnd Borgarbyggðar - 31

2006006F

Fundargerðin framlögð

Finnbogi Leifsson formaður nefndarinnar kynnti efni nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa liðum 1 og 2 til umfjöllunar byggðarráðs.

Til máls tóku DS um lið nr. 1, HLÞ um lið nr.1,

Fundi slitið - kl. 17:28.