Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

2. fundur 04. desember 2013 kl. 14:30 - 16:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
  • Sigurður Guðmunds varaformaður
  • Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Magnússon aðalmaður
  • Þór Þorsteinsson aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen byggingarfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Efnistökusvæði í Borgarbyggð

1312008

Lagður fram listi yfir skráð efnistökusvæði í Borgarbyggð. Auk þess eru lögð fram bréf og auglýsingar sem varðar efnistöku.
Nefndin samþykkir að unnin verði áætlun um leyfi til efnistöku í sveitarfélaginu og hvernig eftirliti verði framfylgt.

2.Upplýsingar um friðlýst svæði á Vesturlandi

1311140

Lagt fram bréf, dagsett 27. 11. 2013 frá Lárusi Kjartanssyni hjá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir upplýsingum um friðlýst svæði í Borgarbyggð.
Málið kynnt

3.Stefnumótun varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við fjölfarna ferðamannastaði.

1312009

Byggðarráð óskaði eftir því á 289. fundi sínum að umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefnd markaði stefnu í aðkomu sveitarfélgsins vegna kostnaðar við fjölfarna ferðamannastaði í sveitarfélaginu.
Málið kynnt og Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna tillögu að stefnu, vegna aðkomu sveitarfélagsins á kostnaði við fjölfarna ferðamannastaði.

4.Fossatún verslunar- og þjónustusvæði, Borgarbyggð

1312010

Fyrir hönd landeiganda, sækir Landlínur um breyting á deiliskipulagi við Fossatún.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Fossatúns, verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 29.11.2013, tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Gamli miðbærinn í Borgarnesi deiliskipulagsbreyting

1302002

Lögð fram til kynningar vinnugögn skipulagshóps vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi.
Lögð fram til kynningar vinnugögn skipulagshóps vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynnti tillögur vinnuhópsins.

6.Húsafell 3, deiliskipulag

1307002

Deiliskipulag - Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III
Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun er varðar deiliskipulag fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III, gerð er athugasemd við fyrirhugað tjaldsvæði á svæðinu en það er ekki í samræmi við aðalskipulag. Tekið hefur verið tillit til athugasemda og tjaldsvæðið fellt út úr deiliskipulaginu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta tillögu að deiliskipulagi Urðarfellsvirkjunar í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 25. nóvember 2013 og felur meðal annars í sér byggingu stíflu og lagningu fallpípu auk annarra mannvirkja í tengslum við virkjun Deildargils.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

7.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 80

1311010F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.