Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Húsafell 2 - uppbygging
1401002
Á fundinn mæta Helgi Kr. Eiríksson og Páll Guðmundsson og segir frá fyrirhugaðrir uppbyggingu í Husafelli.
Málið kynnt, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
2.Beiðni um styrk Bændur græða landið
1311142
Nefndin tekur jákvætt í að sveitarfélagið taki þátt í þessu verkefni.
3.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey
1306062
Lögð fram tillaga að lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er varðar Brákarey. Með erindinu fylgdu lýsingargögn frá Landlínum í Borgarnesi.
Nefndin samþykkir að heimila lýsingu að aðalskipulagsbreytingu í Brákarey. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
4.Deildartungu II, Reykholtsdal
1311057
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustureit í landi Deildartungu 2.
Tillagan lögð fram til kynningar, skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum til skipulagshönnuðar um fullnaðarfrágang deiliskipulagsins.
5.Kröfur ríkisins um þjóðlendur
1312072
Lagt fram til kynningar bréf Óbyggðanefndar um kröfur ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð
Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði frá kröfum ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð, og hver væru næstu skref af hálfu sveitarfélagsins.
6.Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda
1212064
Lögð fram tillaga að gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs.
Lagt fram til kynningar.
7.Þorsteinsgata 1-3 - byggingarleyfi breytt útlit
1401008
Sótt er um breytt útlit íþrottamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
Um er að ræða stækkun glugga á sundlaugarálmu íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi, teikningar eftir Einar Ingimarsson. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt meðal aðliggjandi lóða.
Fundi slitið - kl. 17:00.