Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald
1311036
Lögð fram endurnýjuð drög að nýrri hunda- og kattasamþykkt.
Samþykktin yfirfarin og samþykkt að senda hana til yfirlestrar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
2.Refa- og minkaveiði 2015
1408140
Lög fram áætlun ársins 2014 auk taxta vegna veiða á ref- og mink.
Samþykkt að hækka verðlaun fyrir refaveiði um 3 % frá gildandi taxta.
3.Salernisaðstaða við Hraunfossa
1408139
Lagður fram samningur milli Borgarfjarðarsveitar og Ferðamálastofu frá 2003 auk kostnaðar við rekstur salernisaðstöðunnar á síðasta ári.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna að gerð samnings vegna reksturs salernisaðstöðu við Hraunfossa.
4.Skallagrímsgarður
1406128
Umræða um Skallagrímsgarð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hvetur til þess að sett verði á fót hollvinaráð varðandi Skallagrímsgarð.
5.Sláttursvæði í þéttbýli
1409017
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að fjölga ekki sláttursvæðum frá því sem er á gildandi plani.
6.Umhverfisviðurkenningar 2014
1403076
Lagðar fram alla tilnefningar sem hafa borist.
Rætt um umhverfisviðurkenningar og ákveðið hverjir fái viðurkenningar í hverjum flokki.
7.Skipulagsmál á Seleyri og Hrafnakletti 1b
1409018
Lagt fram minnisblað um skipulagsmál á Seleyri og Hrafnakletti 1b.
Samkvæmt aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er landnotkun lóðarinnar Hrafnakletts 1b ”verslun og þjónusta“.
Skv. 4 kafla skipulagsreglugerðar er fjallað um landnotkun í skipulagsáætlunum, þar segir að bílasölur, þar sem ”lítil hætta sé á mengun“ skuli vera á ”athafnasvæði“.
Seleyrin er í aðalskipulagi skilgreind sem ”opið svæði til sérstakra nota“, auk þess sem hluti svæðisins er hverfisverndað.
Bílasölur þurfa starfsleyfi Heilbrigðisnefndar og eins og lesa má út úr ”reglugerð nr. 214 frá 27. febrúar 2014 um 10. breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“ þarf viðkomandi starfsemi að vera í samræmi við staðfest aðalskipulag, til þess að heimilt sé að gefa út starfsleyfi.
Skv. 4 kafla skipulagsreglugerðar er fjallað um landnotkun í skipulagsáætlunum, þar segir að bílasölur, þar sem ”lítil hætta sé á mengun“ skuli vera á ”athafnasvæði“.
Seleyrin er í aðalskipulagi skilgreind sem ”opið svæði til sérstakra nota“, auk þess sem hluti svæðisins er hverfisverndað.
Bílasölur þurfa starfsleyfi Heilbrigðisnefndar og eins og lesa má út úr ”reglugerð nr. 214 frá 27. febrúar 2014 um 10. breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“ þarf viðkomandi starfsemi að vera í samræmi við staðfest aðalskipulag, til þess að heimilt sé að gefa út starfsleyfi.
8.Skemmdir á minjum á Seleyri
1408073
Lagt fram bréf til kynningar, dagsett 15. ágúst 2014, frá Magnúsi A. Sigurðssyni minjaverði Vesturlands.
Fram kom að samkomulag er á milli landeiganda og Minjavarðar Vesturlands í málinu er varða minjar á svæðinu.
9.Landskipulagsstefna 2015-2026
1409023
Landsskipulagsstefna 2015-2026
Umhverfis- og skipulagssviði falið að gera athugasemdir við drög að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 í samræmi við umræður á fundinum.
10.Seláshverfi í landi Ánabrekku, deiliskipulagsbreyting
1409019
Samþykkt að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010, skv. skipulagsuppdrætti unnum af Landlínum í Borgarnesi dags. 20.08.2014, sem felur m.a. í sér breytta aðkomu að hluta svæðisins.
11.Einkunnir deiliskipulag
1302035
Lagt fram deiliskipulag fyrir Einkunnir.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Einkunnum skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010, skv. skipulagsuppdrætti unnum af Landlínum í Borgarnesi dags. 05.02.2013, sem felur m.a. í sér gerð göngustíga, akvega og reiðvega, ræktunaráætlun ofl.
12.Deiliskipulag Deildartungu 2, breyting
1408068
Deildartungu 2, breyting á deiliskipulagi.
Samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er unnið af Brynhildi Guðlaugsdóttur arkitekt dags. 25.07.2014, sem felur m.a. í sér stækkun á byggingarreit og svæði fyrir heitar laugar.
13.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Víðines úr landi Hreðavatns
1409022
Í framhaldi af kynningu á hugmyndum umsækjanda um breytingar á deiliskipulagi á frístundabyggð í Víðinesi í landi Hreðavatns yfir í íbúðabyggð, óskar landeigandi eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.
Frístundabyggðin í Víðinesi er samtals 24 lóðir, 300-450 m2 hver lóð. Búið er að leggja malbikaðan veg frá þjóðvegi 1 að svæðinu og um allt svæðið. Um leið og vegakerfið var byggt upp voru allar stofnlagnir lagðar um svæðið, þ.e. kalt vatn, heitt vatn, rafmagn og ljósleiðari. Samhliða þessum lögnum var lagt heildstætt skólp- og fráveitukerfi með fimm stórum rotþróm.
Búið er að byggja 4 hús á svæðinu og eru þrjú þeirra fullkláruð og komin í notkun. Jafnframt eru frágengnir tveir grunnar að auki.
Hverfið og byggingarnar eru að mati umsækjanda teiknuð og byggð eftir kröfum um byggingu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli.
Landeigandi hefur nú hug á því að fá að breyta deiliskipulaginu yfir í íbúðabyggð.
Frístundabyggðin í Víðinesi er samtals 24 lóðir, 300-450 m2 hver lóð. Búið er að leggja malbikaðan veg frá þjóðvegi 1 að svæðinu og um allt svæðið. Um leið og vegakerfið var byggt upp voru allar stofnlagnir lagðar um svæðið, þ.e. kalt vatn, heitt vatn, rafmagn og ljósleiðari. Samhliða þessum lögnum var lagt heildstætt skólp- og fráveitukerfi með fimm stórum rotþróm.
Búið er að byggja 4 hús á svæðinu og eru þrjú þeirra fullkláruð og komin í notkun. Jafnframt eru frágengnir tveir grunnar að auki.
Hverfið og byggingarnar eru að mati umsækjanda teiknuð og byggð eftir kröfum um byggingu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli.
Landeigandi hefur nú hug á því að fá að breyta deiliskipulaginu yfir í íbúðabyggð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.
14.Umferðaröryggi á skólaholti
1408121
Lagt fram umferðarskipulag á skólaholti og sagt frá íbúafundi um málið.
Í ljósi framkominna ábendinga leggur nefndin til að forgangsraða verkþáttum í tillögunni. Horfið verði frá einstefnu í hverfinu, gangstéttar efst í Bröttugötu verði breikkaðar, gerð verði sleppistæði við grunnskólann og hugað verði að bættu umferðaröryggi í botnlanga Gunnlaugsgötu. Nefndin leggur jafnframt til að hugað verði að úrbótum við stigana sem liggja sitt hvoru megin við grunnskólann.
Fundi slitið - kl. 11:30.