Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

17. fundur 04. mars 2015 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Deildartungu 2, breyting

1408068

Grenndarkynningu lokið
Deiliskipulagið var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóð, Deildartungu 1, og Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir liggur samþykki eigenda Deildartungu 1, Orkuveita Reykjavíkur er með athugasemd er snýr að stígnum á milli Deildartungu 2 og Deildartunguhvers.
Athugasemdin lögð fram og verður kynnt fyrir landeigendum.

Deiliskipulagið er samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Húsafell 3, deiliskipulag

1307002

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Urðarfellsvirkjunar í landi Húsafells 3 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. nóv. 2013 og í greinagerð dags. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér byggingu stíflu og lagningu fallpípu auk annarra mannvirkja í tengslum við virkjun Deildargils.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

3.Langjökull ísgöng - svæðisskipulagsbreyting

1409206

Breyting á svæðisskipulag miðhálendisins vegna Ísganga í Langjökli og skálasvæðis í Geitlandi.
Skipulagsstofnun hefur auglýst breytingartillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins vegna Ísganganna. Frestur til athugasemda er til 13. apríl n.k. Lagt fram til kynningar.

4.Skotæfingasvæði í landi Hamars

1501024

Sagt frá niðurstöðum hljóðprófana sem framkvæmdar voru í febrúar.
Á fundinum var lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 03.03.2015, um niðurstöðu hljóðprófana vegna skotsvæðis í Einkunum. Stefnt er að því að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar sem er áætlaður í byrjun apríl n.k.

5.Umsókn um landsvæði

1502085

Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um málið á fundi sínum þann 26.02.2015. Eftirfarandi bókun var gerð:
1502085 - Umsókn um landsvæði
Lögð fram umsókn nýstofnaðs mótorkrossfélags um landsvæði ásamt beiðni um viðræður við umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Jafnframt lögð fram umsögn UMSB um umsóknina þar sem eindregið er mælt með því að Borgarbyggð taki jákvætt í erindið og að fundið verði svæði fyrir félagið sem allra fyrst.
Samþykkt að vísa umsókn Mótorkrossfélagsins ásamt beiðni um viðræður til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar. Byggðarráð óskar eftir afstöðu nefndarinnar til umsóknarinnar.
Nefndin tekur jákvætt í erindi mótorsportfélags Borgarfjarðar og felur forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við forsvarsfólk félagsins.

6.Umsókn vegna túns í landi Kárastaða

1405085

Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um erindið á 334. fundi sínum þann 19/2/2015. Eftirfarandi bókun var gerð;

1405085 - Umsókn vegna túns í landi Kárastaða

Lagt fram bréf frá UMSB sem tekið var fyrir í 309. fundi byggðarráðs. UMSB í samstarfi við Skátafélag Borgarness og Skógræktarfélag Borgarfjarðar hafa óskað eftir að fá í sína umsjá svæði í landi Kárastaða sem nýtt var sem tjaldstæði á Unglingalandsmóti 2010. Félögin stefna að uppbyggingu varanlegs útivistarsvæðis með leiktækjum og tjaldsvæði, auk þess sem svæðið myndi nýtast sem tjaldsvæði fyrir unglingalandsmót 2016.
Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og kynnti skipulagsferil ef farið yrði í ofangreindar framkvæmdir.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um erindið.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir kynnti hugmyndir að skógrækt á rúmlega 100 ha svæði innan þéttbýlismarka Borgarness og nánasta nágrenni. Nefndin beinir því til byggðarráðs að athugað verði með að sækja um í landgræðsluskógaverkefnið á vegum Skógræktarfélags Íslands vegna þessara hugmynda.

Því næst véku Sigurður Guðmundsson og Sígríður Júlía Brynleifsdóttir af fundi vegna tengsla við erindið.

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir UMSB, Skátafélags Borgarness og Skógræktarfélags Borgarfjarðar varðandi gerð tjald-, leik- og útivistarvæðis í landi Kárastaða til að taka á móti stærri viðburðum og mótum.
Nefndin er hlynnt því að stefna að uppbyggingu svæðisins í samvinnu við UMSB, Skátafélag Borgarness og Skógræktarfélag Borgarfjarðar með það í huga að geta tekið á móti stærri viðburðum og mótahaldi á svæðinu. Haft verði samráð við núverandi leigutaka Kárastaða, Sauðfjáreigendafélags Borgarness, vegna málsins.
Nefndin leggur til að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgabyggðar 2010-2022 vegna málsins.

7.Kveldúlfsgata, viðhald 2015

1503003

Lögð fram tillaga að viðhaldi Kveldúlfsgötu sumarið 2015. Stefnt er að útboði verksins á næstu vikum.

8.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

1411088

Lagt fram til kynningar, smá breyting vegna ábendingu frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandinu
Nefndin gerir ekki athugasemd við framlagðar breytingar á gjaldskránni.

9.Styrkur vegna bílastæðis og salernisaðstöðu við Grábrók

1502103

Nefndin fagnar því að veittur hafi verið styrkur til þess m.a. að bæta úr salernis- og aðgengismálum við Grábrók. Umhverfis- og skipulagssviði falið að funda með hagsmunaaðilum með það að markmiði að framkvæmdir klárist í sumar.

10.Ósk um svæði undir frisbígolfvöll í Borgarnesi

1503019

Nefndin tekur vel í hugmyndir að uppsetningu frisbígolfvallar í Borgarnesi og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga um erindið.

11.Háskólinn á Bifröst, samtök íbúa og Borgarbyggð - samkomulag.

1502102

Lagt fram.

12.Opinber birting skýrslna um magn og ráðstöfun úrgangs

1502120

Lagt fram.

13.Styrktarsjóður EBÍ 2015

1502084

1502084 - Styrktarsjóður EBÍ 2015
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands vegna styrktarsjóðs EBÍ 2015. Tilgangur sjóðsins er að styrkja sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Umsóknarfrestur rennur út í lok apríl.
Lagt fram til kynningar.

14.Framlenging á sorpsamningi - samningur

1502091

Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing um að samið verði við Íslenska Gámafélagið um framlengingu á sorpsamningi til 31. ágúst 2016. Að yfirlýsingunni standa Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður.

15.Fagráðstefna skógræktar og þemadagur NordGen forest 11.-12. mars 2015 í Borgarnesi

1502075

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir kynnti fagráðstefnu skógræktar og þemadag NordGen forest sem haldin verður í Borgarnesi 11. og 12. mars næstkomandi.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 101

1502011F

Fundi slitið - kl. 11:30.