Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

20. fundur 03. júní 2015 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Jaðar 17 - Skipulagsmál

1406140

Nefndin óskar eftir frekari gögnum frá landeigendum um málið. Málinu frestað.

2.Einkunnir deiliskipulag

1302035

Fyrir liggur breytingartillaga Umhverfisráðuneytisins vegna auglýsingar um skipulagsmál í Einkunnum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingum á skipulagi miðað við þær í samvinnu við Einkunnarnefndina.

3.Ályktun vegna aðalskipulags 2010-2022 v. Hamars

1505061

Framlagt bréf Skógræktarfélags Borgarfjarðar v. skipulag Hamars.
Lagt fram.

4.Hraunteigur 15 - byggingarleyfi, gestahús

1505089

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús.
Framkvæmdin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og lagt er til að tillaga verði grenndarkynnt.
Grenndarkynning nái til lóða nr. 16 og 22.

5.Stórarjóður 10 - byggingarleyfi, gestahús og anddýri

1505087

Sótt er um að byggja gestahús og tengibygging.
Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið og lagt er til að grenndarkynna tillöguna fyrir aðliggjandi lóðir sem eru nr. 9,11 og 12.

6.Umsagnarbeiðni-Rekstrarleyfi Berugata 16, Blómasetrið

1504069

Sótt er um að breyta Berugötu 16 úr íbúðarhúsi í gististað í flokki II.
Lagt er til að grenndarkynna fyrir aðliggjandi húsum þ.e. Berugötu 2, 12,14 og 18 og Sæunnargötu 1 og 2.

7.Hvítársíðuvegur (523) um Bjarnastaði og Reykholtsdalsvegur um Brúarás, endurbygging - umsókn um framkvæmdaleyfi

1505070

Ósk um framkvæmdaleyfi
Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti og fagnar lagningu bundins slitlags á vegum í sveitarfélaginu.

8.Gróðursetning til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

1505071

Framlagt bréf frá Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur f.h. Skógræktarfélaga Borgarfjarðar varðandi fyrirhugaða gróðursetningu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur.
Umhverfis-skipulags og landbúnaðarnefnd fagnar þessu verkefni og leggur til að Borgarbyggð taki þátt í því. Nefndin samþykkir að plönturnar fari á svæði við íþróttasvæðið í Borgarnesi og verði unnið í nánu samstarfi við umhverfis-og skipulagssvið.

9.Ályktun um umhverfismál í sveitum

1505004

Sviðsstjóra falið að svara bréfinu og benda m.a. á fyrirhugað umhverfisátak í dreifbýli í júní.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103

1504007F

Lagt fram á fundinum.

11.Tökum til hendinni - hreinsunarátak í Borgarbyggð

1505011

Hreinsunarátak í dreifbýli vikuna 12-19 júní.
Lagt fram og ræddar útfærslur.

12.Endurskoðun á samningi UST og sveitarfél. um refaveiðar

1505082

Umhverfis-skipulags og landbúnaðarnefnd fagnar hækkun á framlagi ríkisins en telur að framlagið hefði mátt hækka meira en um 2%.

13.Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga v. sölu félagslegra íbúða

1505080

14.Endurskoðun á samningi UST og sveitarfél. um refaveiðar

1505082

Fundi slitið - kl. 11:00.