Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Borgarbraut 55, 57 og 59 - breyting á deiliskipulag
1511003
2.Egilsgata 11 - breyting á skipulagi, beiðni
1601083
Eigandi Egilsgötu 11 fer fram á að skipulagi verði breytt þannig að heimilað verði að byggja hæð ofan á Egilsgötu 11 í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu á skipulagi gamla bæjarins í Borgarnesi í samræmi við beiðni eigenda Egilsgötu 11.
3.Framkvæmdarleyfisumsókn - HAB, Mið-Fossar
1601055
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar.
4.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla
1205122
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Bjarnhóla - sorpförgunarstöð. Skipulagið er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 27. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á sorpförgunarsvæði. Með tillögunni fylgir umhverfisskýrsla dags. 8. apríl 2014 og einnig áhættumat og viðbragðsáætlun frá árinu 2013.
Tillagan var auglýst frá 16. mars til 27. apríl 2015, engar athugasemdir bárust.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Tillagan var auglýst frá 16. mars til 27. apríl 2015, engar athugasemdir bárust.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
5.Mótorsportfélag Borgarfjarðar
1502085
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrátt fyrir Borgarnes. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 28. janúar 2016 vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga til auglýsingar með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Í breytingin fellst að breyta landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði (íþ2)og opins svæðis (026)
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Í breytingin fellst að breyta landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði (íþ2)og opins svæðis (026)
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.
6.Skotæfingasvæði í landi Hamars
1501024
Rætt var um skotæfingasvæði í landi Hamars og munnlegar upplýsingar frá Ómari Karli Jóhannessyni hdl. um réttarstöðu Borgarbyggðar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að halda skipulagsferlinu áfram og felur Umhverfis-og skipulagssviði að svara athugasemdum sem hafa borist vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.
7.Syðri Hraundal 2 - deiliskipulag
1601085
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að leyfa landeiganda láta gera skipulag í Syðri Hraundal 2.
8.Útboð á sorphreinsun
1411034
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í útboð á sorphreinsun í Borgarbyggð.
9.Deildartunguhver - byggingarleyfi, Demparahús
1601086
Sótt er um byggingarleyfi fyrir demparahús samkvæmt teikningar dags. 18. júni 2015. Framkvæmdin verður neðanjarðar. Litlar sem engar breytingar verða sjáanlegar. Ekki er getið um framkvæmdina í deiliskipulagi fyrir svæðið og enginn byggingarreitur er tilgreindur.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. 3. mgr. í skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt hefur verið fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og /eða umsækjanda.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. 3. mgr. í skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt hefur verið fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og /eða umsækjanda.
10.Kiðárbotnar 3 - byggingarleyfi, nýbygging
1602015
Sótt er um byggingarleyfi samkvæmt teikningum dags. 13.janúar 2016. Þar sem ekkert skipulag er í gildi samþykkir nefndin að grenndarkynna málið fyrir eigendum Kiðárbotna 1,5,6,28 og landeigendum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
11.Kiðárbotnar 5 - byggingarleyfi, nýbygging
1602016
Sótt er um byggingarleyfi samkvæmt teikningum dags. 13.janúar 2016. Þar sem ekkert skipulag er í gildi samþykkir nefndin að grenndarkynna málið fyrir eigendum Kiðárbotna 3,5,28 ,30 og landeigendum. Málinu vísað til sveitarstjórnar
12.Kiðárbotnar 54 - byggingarleyfi, geymsla
1507011
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhús á lóðinni Kiðárbotnar 54 í Húsafelli, ekkert skipulag er í gildi.
Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða og landeiganda.
Nefndin samþykkir að leyfið verði veitt og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða og landeiganda.
Nefndin samþykkir að leyfið verði veitt og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Alls bárust 5 athugasemdir undirritaðar af 194 aðilum.
Athugasemd nr. 1: Lilja Sigríður Guðmundsdóttir og Baldur Snævarr Tómasson, Kjartansgötu 23, dags. bréfs 17. janúar 2016.
Helstu athugasemdir: Of mikið byggingarmagn, aðalskipulag gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall sé 1.0,boðað hafi verið til fundar með yfirskriftinni ”minnkað byggingarmagn“, stærð lóða ekki í samræmi við skráningu í þjóðskrá íslands.
Athugasemd nr. 2: Arinbjörn Adlawan Hauksson, Helgugötu 10, dags. bréfs 17. janúar 2016.
Helstu athugasemdir: Of mikið byggingarmagn, bílastæði fyrir framan húsið of fá og aðgengi of þröngt, stæði og aðgengi fyrir hópferðabíla vantar, aukið vindálag vegna hæðar bygginga, tillagan ekki kynnt með nægilega skýrum hætti. Aðalskipulag gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall sé 1.0, farið fram á að aðalskipulagi verði breytt.
Athugasemd nr. 3: Jóhanna Skúladóttir, Borgarbraut 37, dags. bréfs 25. janúar 2016.
Helstu athugasemdir: Húsið of háreist vegna staðhátta, breyting á ásýnd staðarins, tillaga um að gerðar verði breytingar á skipulaginu .
Athugasemd nr. 4: Haukur Arinbjarnarson og Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Kveldúlfsgötu 2a, dags. bréfs 27. janúar 2016.
Helstu athugasemdir: Gera má ráð fyrir að í sunnanátt skapist vindstrengir, útsýni til suðurs skerðist, bifreiðaumferð stóraukast, óttast að fasteignaverð lækki, telja ekki að framkvæmd falli að umhverfi.
Athugasemd nr. 5: Undirskriftasöfnun: 188 undirskriftir, afhent 29. janúar 2016.
Helstu athugasemdir: Ekki er minnkað byggingarmagn heldur aukið, aðalskipulag gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall sé 1.0 spurning hvort deiliskipulagið standist núverandi aðalskipulag, byggingar ekki í samræmi við byggingarhefð í bænum, bílastæði of fá þrátt fyrir mikið malbik, aðgengi erfitt frá Borgarbraut, umferðarþungi margfaldast á svæði sem ber illa umferð sem þar fer um, háhýsi auka vindhviður, fyrirliggjandi skipulagi var mótmælt í kynningarferli 2004 og 2005 og ekki hefur verið tekið tilliti til þess á seinni stigum skipulags, vænta að tekið verði tillit til vilja íbúa.
Niðurstaða umsagnar.
Samkvæmt aðalskipulagi Borgarbyggðar má byggingarmagn miðsvæðis (M), sjá bls. 75 í greinargerð með Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vera allt að 60.000 fermetrar fyrir allt svæðið. Með fyrirhuguðum byggingum fer byggingarmagn svæðisins í um 17.500 fermetra, þannig að ljóst er að það er langt undir mörkum settum í aðalskipulagi.
Nefndin leggur til að vindálag verði skoðað við hönnun bygginga og lóða.
Varðandi lóðarstærð á Borgarbraut 55 þá er um villu að ræða í tillögunni sem verður leiðrétt.
Nefndin telur að nægjanleg bílastæði séu á svæðinu í tillögunni og að göturnar beri væntanlega umferð.
Útsýni skerðist en ekki meira en það myndi gera miðað við gildandi deiliskipulag.
Dregið hefur verið úr skuggavarpi í tillögunni miðað við gildandi skipulag.
Í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 2007 var tekin afstaða til athugasemda sem þá bárust og vísað er til í athugasemd 5.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leiðrétta lóðarstærð lóðar Borgarbrautar 55 en samþykkir breytingu á deiliskipulagi Borgarbraut 55, 57 og 59 að öðru leyti. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir vék af fundi kl. 9:45