Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

32. fundur 04. maí 2016 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Erla Stefánsdóttir varaformaður
  • Unnsteinn Elíasson aðalmaður
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir varamaður
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Grunnskóli í Borgarnesi deiliskipulag

1604104

Tillaga um að gera deiliskipulag fyrir grunnskólann vegna viðbyggingar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta deiliskipuleggja lóðina við Grunnskólann í Borgarnesi, um er að ræða stækkun byggingarreits.

2.Lundur 3b - umsókn um nafnabreyting

1604033

Birta Berg sækir um nafnabreytingu á húsinu Lundur 3b í Berg.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að breyta nafni hússins Lundur 3b í Berg.

3.Samningur um aðgang að rafrænu teikningasafni Borgarbyggðar

1604101

Lagt fram til kynningar - samningur við þjóðskrá Íslands um aðgeng að teikningasafni Borgarbyggðar
Samningurinn lagður fram til kynningar og samþykktur.

4.Seleyri -

1604015

Umhverfis- og skipulagssviði falið að afla frekari upplýsinga um málið og samþykkt að fá Dagbjart Arilíusson á fund nefndarinnar.

5.Upplýsingarskilti

1604105

Tillögur að upplýsingarskiltum um Borgarbyggð.
Sigurður Friðgeir Friðriksson kom á fundinn og fór yfir tillögur að upplýsingaskiltum fyrir Borgarbyggð svo og hugmyndir að staðsetningum skilta. Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna áfram að tillögunum.

6.Ásendi 4 - byggingarleyfi, viðbygging

1604080

Viðbygging - grenndarkynning
Jónas Theodór Sgurgeirsson sækir um leyfi til að byggja við frístundahús við Ásenda 4 í Húsafelli samkvæmt teikningum dags. 18. febrúar 2016. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grendarkynna stækkunina fyrir Ásenda 3, 5 og landeiganda.

7.Litla-Gröf v/Hád.h.4 135073 - byggingarleyfi, frístundahús viðbygging

1604092

Viðbygging - grenndarkynning.
Hörður Þórðarsong sækir um leyfi til að byggja við frístundahús við Hádegishól 4, Litla - Gröf samkvæmt teikningum dags. 13. febrúar 2016. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina fyrir Hádegishól 3 og landeiganda.

8.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Hrafnhildur Tryggvadóttir kom á fundinn og fór yfir málið. Hrafnhildi falið að ræða við þjónustuaðila og ganga frá samningum við þá. Einnig að yfirfara og lagfæra stefnu um aðkomu sveitarfélagsins varðandi fjölfarna ferðamannastaði.

9.Plastpokalaus Borgarbyggð.

1605008

Jónína E. A. kynnti málið. Samþykkt að skipa starfshóp til að fara í verkefnið.

10.Kæra v. deiliskipulags Borgarbrautar 55 - 59

1604035

Lagt fram til kynningar, svarbréf vegnar kæra.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið af senda svarbréf til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.

11.Vindás 9 - byggingarleyfi, hækkun þaks

1605006

Karl Björgúlfur Björnsson sækir um leyfi til að hækka á hesthúsi við Vindás 9 fyrir kaffistofu og setja á svalir á hesthúsið sem er í hesthúsahverfi í Borgarnesi. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna. Grenndarkynning nái til: Selás 9 og 15 og Vindás 7, 8 og 10.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116

1604009F

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114

1603006F

14.Hópferðabifreiðastæði

1605009

Rætt um þörf fyrir stæði hópferðabíla í Borgarnesi rædd. Farið yfir hugmyndir að staðsetningum á slíkum stæðum ma á lóð Hjálmakletts. Umhverfis- og skipulagssviði falið að skoða málið áfram.

Fundi slitið - kl. 11:30.