Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

35. fundur 06. júní 2016 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Unnsteinn Elíasson aðalmaður
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björk Jóhannsdóttir varamaður
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á samningi um refaveiðar 2014-2016

1605100

Byggðarráð vísaði samningnum til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lýsir ánægju sinni vegna hækkunar á endurgreiðslu ríkissins vegna refaveiða og árétta mikilvægi þess að halda endurgreiðslunum áfram. Nefndin leggur til að kannað verði samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um veiðarnar.

2.Eyðing skógarkerfils

1605066

Skógarkerfill er ágengur og getur náð að breiða mikið úr sér fái hann að vaxa óáreittur, verið er að vinna í að hefta útbreiðslu hans í Borgarnesi. Enn hefur hann ekki náð sér á strik í sveitunum. Því er lagt til að honum verði eytt á þessu svæði sem nefnt er í bréfinu í samvinnu við Vegagerðina. Athugað verði hvernig önnur sveitarfélög eru að bregðast við.

3.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir 2016

1603007

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fara í fyrirliggjandi framkvæmdir á Búðarkletti samanber framlagðar teikningar. Ekki verður hróflað við steinvegg á svæðinu að sinni.

4.Fyrirspurn varðandi Syðri-Hraundal

1604018

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd beinir því til fyrirspyrjanda að sækja um að stofna nýtt lögbýli í Syðri-Hraundal 2.

5.Sorphirðuútboð 2016

1509075

Ljóst er að sorphirðuútboðið frestast eitthvað. Lagt er til að samið verði við Íslenska gámafélagið um framlengingu á núverandi samningi fram að ármótum með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

6.Tillaga um breytingu á hámarkshraða

1605065

Helgi Haukur Hauksson kom á fundinn kl. 9:30.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um þessa tillögu og almennt um umferðaröryggi þar sem fulltrúum Lögreglustjórans á Vesturlandi verður boðið að kynna tillöguna.

7.Tjaldstæði Granastöðum 2016

1605041

Í gildi er nýlegur samningur til ársins 2020. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að hrófla við honum.

8.Hljóðmælingar 2016

1605104

Fyrir liggur skyrsla Triviums vegna hljóðmælinga vegna Mótorkrosssvæði og skotæfingarsvæði
Farið yfir skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Trivium: Borgarbyggð Aksturs-og skotæfingasvæði hávaðamælingar.

9.Mótorsportfélag Borgarfjarðar

1502085

Aðalskipulagsbreyting
Niðurstaða hávaðamælinga úr rannsókn Trivium er, að hávaði vegna fyrirhugaðrar mótokrossbrautar sé undir hávaðamörkum nema þegar keppnir þar sem fleiri hjól en 12 eru í brautinni. Lagt er til að farið verði í aðal- og deiliskipulagsvinnu við svæðið en sett verði inn í deiliskipulag að hámarksfjöldi hjóla í braut geti mest verið 12 og eins verði opnunartíma settar skorður. Lagt er til að verkefnið verði til reynslu og endurmetið eftir 3-5 ár. Haldinn verði samráðsfundur með hagsmunaaðilum.JEA, SJB, HHH og UE.
Björk Jóhannsdóttir mótmælir staðsetningu Motokrossbrautarinnar.

10.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Hljóðmælingar
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ganga frá svörum við athugasemdum sem bárust vegna breytinga á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis.
Niðurstaða hávaðamælinga úr rannsókn Trivium er að hávaði vegna fyrirhugaðs skotæfingasvæðis sé undir hávaðamörkum nema þegar fimm eða fleiri rifflar eru notaðir í einu. Lagt er til að auglýst verði deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði. Settar verði kröfur um byggingu skothúss og hljóðmanir verði hannaðar eftir ítrustu kröfum til að dempa hljóð inn í skipulagið. Einnig verði opnunartíma settar skorður og hvað margar byssur ná nota í einu. JEA, SJB, HHH og UE.
Björk Jóhannsdóttir mótmælir staðsetningu skotæfingasvæðisins

11.Stöðvunarkrafa v. Borgarbraut 57 - 59.

1605099

Lagt fram til kynningar
Lulu Munk Andersen fór yfir stöðu málsins.

12.Borgarbraut 57-59 - byggingarleyfi

1604014

Sýndar teikningar og líkön.
Sigursteinn Sigurðsson og Jakob Piotr Urbaniak komu á fundinn og sýndi vindálagsrannsóknir og teikningar af Borgarbraut 57-59. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir útlit byggingarinnar og lóðarfyrirkomulag.

13.Egilsgata 6 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn

1510003

Búið er að grenndarkynna byggingarleyfi vegna Egilsgötu 6. Lulu Munk Andersen fór yfir athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningarinnar og svör við þeim. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

14.Endurskoðun deiliskipulags Bjargsland II svæði 1.

1510102

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Lulu Munk Andersen kynnti tillögu að breytingum á deiliskipulagi í Bjargsland II svæði 1. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að farið verði í endurskoðun á deiliskipulaginu í samræmi við umræður um fjölgun minni íbúða á svæðinu. Einnig verða breytingar gerðar á skilmálum og útliti fyrir fjölbýlishús á svæðinu.

15.Seleyri -

1604015

Dagbjartur kom á fundin og kynnti málið.
Dagbjartur Arilíusson kom á fundinn og kynnti fyrirhugaðar áætlanir um að setja upp sjálfafgreiðslubensínstöð á nýja lóð á landinu. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila eigendum að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu.

16.Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting

1605031

Lýsing - auglýsingartíma er lokið.
Auglýst var frá 19. maí til 31. maí, engar athugasemdir bárust.
Lýsing - auglýsingartíma er lokið.
Auglýst var frá 19. maí til 31. maí, engar athugasemdir bárust.

17.Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting

1605031

Aðalskipulagsbreyting
Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að aðalskipulagsbreyting fyrir Hraunsnef til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags. 20. mars 2016 og felur meðal annars í sér breytta landnotkun úr landbúnaðarnotkun í lóð fyrir verslun og þjónustu, frístundasvæði og lóð fyrir íbúðarhús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

18.Hraunsnef- nýtt deiliskipulag

1604012

Deiliskipulagið verður auglýst samhlíða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið.
Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraunsnef til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 1. ágúst 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 12 frístundalóðir, 1 lóð undir íbúðarhús og lóð undir verslun- og þjónustu. Einnig er byggingarreitur fyrir tækjageymslu og útihús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

19.Tún - byggingarleyfi, gestahús

1603086

Grenndarkynning - gestahús á lóðinni við Tún í Kleppjárnsreykir
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús á lóðinni við Tún á Kleppjárnsreykjum samkvæmt teikningum dags. 10. mars 2016.
Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið, lagt er til að erindið verði grenndarkynnt fyrir Samtún og Berg.
Fyrir fundinum liggur samþykki frá eigendum Samtúns og Bergs. Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

20.Vindás 9 - byggingarleyfi, hækkun þaks

1605006

Samþykki nágrönnum vegna grenndarkynningu liggur fyrir
Sótt er um leyfi til að hækka þak á Vindási 9 samkvæmt teikningum dags. 10. mars 2016. Grennarkynning hefur farið fram og samþykki nágranna liggur fyrir. Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

21.Borgarbraut 20 - byggingarleyfi, viðbygging

1604003

Sigrún Sverrisdóttir sækir um leyfi til viðbyggingar og breytinga innanhús á Borgarbraut 20 (Dalur). Húsið er byggt 1906 og þurfa breytingarnar því samþykki frá Minjastofnunar Íslands. Grenndarkynning hefur farið fram og samþykki nágranna liggur fyrir. Teikningum hefur verið breytt samkvæmt fyrirmælum Minjastofnunar Íslands. Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

22.Brennubyggð 51 - byggingarleyfi, sumarhús

1602028

Brennubyggð 51 - grenndarkynning
Byggingarleyfisteikningar hafa borist en eru ekki í samræmi við skipulag. Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir að láta grenndarkynna teikningarnar fyrir Brennibyggð 9,11,13,48,49 og Hlíðarbyggð 1. Landeigandi hefur þegar gerið samþykki.

23.Grábrók - umsókn um framkvæmdaleyfi

1606006

Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.

24.Norðurland 3 - Framkvæmdarleyfi, vegagerð

1606008

Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.

25.Syðri Hraundal 2 - framkvæmdaleyfi

1606007

Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir veg.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. 3. mgr. í skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt hefur verið fram á að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

26.Framkvæmdarleyfi við Deildartunguhver

1605015

Veitur ohf sækir um framkvæmdarleyfi við Deildartunguhver.
Framkvæmdirnir fela í sér að bæta girðinguna fyrir framan hverin ásamt endurnýjun asbestlagnir frá hverin og undir planinu fyrir framan hverin.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfið samkvæmt teikningum sem fylgdu umsókn.

27.Hópferðabifreiðastæði

1605009

Lagt fram til kynningar - hugmyndir af hópferðabifreiðastæði.
Kynntar hugmyndir að hópferðabifreiðarstæði á lóð Hjálmakletts. Samþykkt að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

28.Upplýsingarskilti

1604105

Kostnaðuráætlun verður lagt fram til kynningar.
Kostnaðaðaráætlun vegna upplýsingaskilta lögð fram. Lagt til að byrjað verði á tveimur skiltum. Samþykkt að vísa málinu til byggðaráðs.

29.Húsafell 1 - Breytt aðalskipulag

1606016

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2007-2027, sveitarfélagsuppdráttur fyrir Húsafell 1 vegna fyrirhugaðs frístundasvæðis. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar

30.Hraunsnef - framkvæmdarleyfi, vegur

1605034

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að vegaframkvæmd við Hraunsnef verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi jörðum. Samþykki aðliggjandi jarðeigenda og Vegagerðarinnar liggur þegar fyrir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi.

31.Umsókn um skilti

1606017

Málinu frestað til næsta fundar. Kanna verður hvort skiltin eru í samræmi við lög og reglur.

Fundi slitið - kl. 11:30.