Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

41. fundur 02. nóvember 2016 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Erla Stefánsdóttir varaformaður
  • Unnsteinn Elíasson aðalmaður
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Helgi Haukur Hauksson mætti til fundar kl. 9:50.

1.Sorphirðuútboð 2016

1509075

Opnun tilboða sameiginlegs útboðs Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar Sorphirða og rekstur móttökustöðva á Akranesi og í Borgarbyggð 2016 - 2021 fór fram 11. október sl.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Íslenska gámafélagið ehf.: kr. 779.971.800
Gámaþjónusta Vesturlands.: kr. 794.552.780
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hafna fyrirliggjandi tilboðum þar sem þau eru verulega hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

2.Hvítárskógur 12 - deiliskipulag, breyting

1610239

Jóni Diðrik Jónsson og H. Jóna Þorvaldsdóttur Blikanes 11, Garðabæ leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III vegna Hvítárskóga 12.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 21. október 2016. Breyting felur ma í sér breytingu á byggingarreit lóðarinnar Hvítárskógum 12 ásamt breytingu á byggingarskilmálum er varðar leyfilega hámarksstærð frístundahúss og geymsluhúss. Mænis og vegghæðir breytast ekki. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. Skipulagslaga 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

3.Ljósleiðari í Bæjarsveit - framkvæmdaleyfi

1610241

Eiríkur Blöndal fh óstofnaðs félags um ljósleiðara í Bæjarsveit sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Bæjarsveit. Umsóknin er dagsett 28.10.2016 Verið er að vinna að fornleifaskráningu samkvæmt beiðni Minjavarðar Vesturlands og óskað hefur verið eftir umsögn Vegagerðarinnar vegna lagningu ljósleiðara innan veghelgunarsvæðis en umsögn hefur ekki borist.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Bæjarsveit með fyrirvara um að samþykki Vegagerðarinnar, Minjavarðar Vesturlands og landeiganda liggi fyrir.

4.Urðarfellsvirkjun - vegabætur, framkvæmdaleyfi

1610025

Ferðaþjónustan á Húsafelli óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegbótum á gamla þjóðveginn sem liggur um Reyðarfellsskóg og vegslóða sem liggur að inntakskanti fyrirhugaðrar Urðarfellsvirkjunar. Við vegabæturnar verður tekið efni úr námum E51 Kaldá við Húsafell og E56 Hvítá við ármót Geitár og úr þurrum farvegi Hringgils.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegbætur vegna Urðarfellsvirkjunar með efnistöku úr þurrum farvegi Hringgils, efnistöku í námum E51 og E56 þegar leyfi Fiskistofu liggur fyrir.

5.Víðines - Aðalskipulagsbreyting, lýsing

1411002

Guðmundur Arnaldsson óskar fyrir hönd landeiganda og lóðarhafa Víðinesi um að framhaldið verði vinnu frá 2. febrúar 2015 við breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 v. Víðiness.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að halda áfram með málið og felur umhverfis-og skipulagssviði að ræða við landeiganda.

6.Niðurskógur, Húsafelli - breyting á deiliskipulagsáætlun

1610243

Framlögð umsókn Landlína, f.h. landeigenda, dags. 28.10.2016 um breytingu deiliskipulagsáætlunar vegna Niðurskógar í landi Húsafells 3.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 27. október 2016. Breyting tekur til 3,1 ha spildu austast á skipulagssvæðinu og felur í sér fjölgun byggingarreita um tvo við Brekkuskóg og tilfærslu byggingarreita við Norðurskóga. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. Skipulagslaga 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

7.Syðri Hraundalur 2 - Umsókn um deiliskipulag, lýsing

1611009

Landlínur fh Halldórs Lárusson, landeigandi Syðra-Hraundals 2 leggja fram Lýsingu að deiliskipulagi fyrir Syðri Hraundal 2.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á deiliskipulagi fyrir Syðri Hraundal 2 til auglýsingar. Deiliskipulagið tekur til 11,9 ha svæðis, syðst á jörðinni. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 28. september 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á einni lóð fyrir íbúðahús, eina fyrir vinnustofu og aðra fyrir heshús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

8.Eftirlit 2016 - Urðun að Bjarnhólum

1610250

Framlögð eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar 2016 v. Bjarnhóla
Farið var yfir eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar og þau frávik sem þar koma fram.
Staðsetning mælibrunna var ákveðin í samráði við UST í kjölfar eftirlits stofnunarinnar og hefur brunnunum þegar verið komið fyrir.
Drög að þjónustusamningi við UMÍS vegna reglubundins eftirlits, mælinga og sýnatöku á urðunarstaðnum sbr, grein 4.2 í starfsleyfi, kynntur. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn.
Drög að umhverfismarkmiðum lögð fram. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu og senda UST tímasetta áætlun um úrbætur vegna frávika í eftirlitsskýrslunni.

9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir 2017

1611004

Farið yfir umsóknir Borgarbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2017.
Sótt var um áframhaldandi styrk til framkvæmda við Söguhringinn í Borgarnesi. Áhersla lögð á endurbætur og viðhald á Bjössaróló, steinvegg við Suðurneskletta og gerð áningarstaða við göngustíginn.

Endurnýjuð var umsókn um hönnun og skipulag heildstæðs göngustígakerfis gegnum Borgarnes með aðgengi að útivistarsvæðum í jaðri bæjarins.

Staða framkvæmda vegna veittra styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2015 - 2016:
Grábrók styrkur frá 2015 - Búið að leggja fráveitulögn og tengja Bifrastarmegin og verður lokið við að tengja Hreðavatnsskála í lok vikunnar.

Söguhringur í Borgarnesi
Lagfæring göngustíga lokið, ólokið brúarsmíði og pallasmíði. Þá á eftir að setja upp upplýsingaskilti/þjónustutákn en áætlað er að náist að ljúka verkinu fyrir árslok.

10.Kaupfélag Borgfirðinga sækir um stækkun lóðarinnar að Egilsholti 1 eða að gerð verði ný lóð Egilsholt 1a.

1610097

Þessu máli var vísað til Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar frá Byggðaráði. Þar sem umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem óbyggt svæði og ekki er um eiginlega lóð að ræða þá verður að fara í breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar til að hægt verði að úthluta þessu svæði. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggst ekki gegn því að farið verði í umrædda skipulagsbreytingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.