Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Gísli Karel Halldórsson verkfræðingur frá Verkís verkfræðistofu sat einnig fundinn til kl. 8:40
1.Grunnskólinn í Borgarnesi - deiliskipulag
1604104
Deiliskipulag fyrir Grunnskólann í Borgarnesi var auglýst frá 2. mars 2017 - 13 apríl 2017.
Athugasemd barst frá Byggðasafni Borgarfjarðar er varðar endurskoðun á deiliskipulagstillögunni vegna ákvæða um húsin Gunnlaugsgötu 21 og 21b í Borgarnesi verði rifin eða seld til niðurrifs/flutnings. Í umsögn Minjastofnunar um deiliskipulagið er ekki gerðar athugasemdir.
Athugasemd barst frá Byggðasafni Borgarfjarðar er varðar endurskoðun á deiliskipulagstillögunni vegna ákvæða um húsin Gunnlaugsgötu 21 og 21b í Borgarnesi verði rifin eða seld til niðurrifs/flutnings. Í umsögn Minjastofnunar um deiliskipulagið er ekki gerðar athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsenda athugasemd við tillöguna og tekið afstöðu til hennar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði þ3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi, og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21b. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.Hrafnaklettur 1b lnr. 212585, breyting á deiliskipulagi
1703227
Lögð fram tillaga dags. 29 mars 2017 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnaklett 1b lnr 212585.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnaklett 1b lnr. 212585 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 29. mars 2017 og felur í sér breytingu á nýtingarhlutfalli skipulagssvæðisins og skilgreiningu á fyrirhuguðum framkvæmdum. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Dalsmynni lnr. 134760 - deiliskipulag, Fagrabrekka 1-3
1703088
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Dalsmynni lnr 134760, Fagrabrekka 1 - 3 dags. 1. desember 2010 uppfærður 18. desember 2016.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalsmynni lnr.134760 - Fagrabrekka 1-3 til auglýsingar. Tillagan er sett frá á uppdrættti með greinagerð dags.1.12. 2010 uppfærður 18.12.2016 og felur m.a.í sér skilgreiningu á þremur frístundalóðum. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.Into the glacier ehf - breyting á aðalskipulagi
1703021
Lögð fram tillaga dags. 3. mars 2017 að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í landi Húsafells 3 lnr. 134495 við Kaldadalsveg - skipulagslýsing. Tekið verður tillit til ábendingar sem barst frá Skipulagsstofnun.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í landi Húsafells 3 lnr. 134495 við Kaldadalsveg - skipulagslýsingu. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinagerð dags. 3. mars 2017 og felur ma í sér að landnotkun verður breytt í verslunar- og þjónstusvæði á um 13 ha svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag
1703032
Sigurbjörg Áskelsdóttir og Íris Reynisdóttir komu á fund nefndarinnar og kynntu fyrir nefndinni tillögu dags. 2. maí 2017 að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi Hvanneyri.
Hrafnhildur Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
6.Sorphirðuútboð 2017
1611384
Tilboð í sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022 voru opnuð þriðjudaginn 18. apríl 2017. Alls bárust 5 tilboð í verkið. Lægstbjóðandi var Íslenska Gámafélagið ehf.
Tilboð í sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022 voru opnuð þriðjudaginn 18. apríl 2017. Alls bárust 5 tilboð í verkið. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagsins ehf að upphæð kr. 340.575.200.-
7.Loftorka ehf., viðræður um lóð
1703127
Ólafur Sveinsson og Andrés Konráðsson mættu á fund nefndarinnar og fóru yfir málið. Framtíðaráform Loftorku efh er að vera með starfsemina alfarið fyrir norðan Snæfellsnesveg. Þess vegna er fyrirhuguð stækkun á verksmiðjunni þar og óskar Loftorka jafnframt eftir stækkun á lóð á svæði sem í núverandi aðalskipulagi er skráð sem landbúnaðarsvæði.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindi Loftorku ehf. Nefndin vísar til fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar og gerðar Rammaskipulags fyrir Kárastaðaland.
8.Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli - umsögn, beiðni
1703151
Lögð fram beiðni frá Húsafell Resort um umsögn vegna starfsmannaíbúða/gistiheimili í Húsafelli. Bergþór Kristleifsson og Ómar Pétursson komu á fund nefndarinnar og fóru yfir málið.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að byggingu starfsmannaíbúða tengdri starfsemi Húsafells Resorts á umræddu athafnasvæði í Húsafelli. Hafin er vinna á vegum landeiganda að breytingu á aðalskipulagi og á deiliskipulagi fyrir svæðið. Nefndin leggur áherslu á þeirri vinnu verði hraðað.
9.Reglur um gistingu í Borgarbyggð utan skipulagðra tjaldsvæða
1607012
Lögð fram drög að breytingu á lögreglusamþykkt Borgarbyggðar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í drög að breytingun á lögreglusamþykkt Borgarbyggðar en telur rétt að skoða vel orðalag um t.d. tjöld og einnig hvort um er að ræða einungis land í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggð eða hvort um er að ræða allt landsvæði sveitarfélagsins Borgarbyggðar.
10.Gámatjald, umsókn um stöðuleyfi - Varmaland lnr.134934
1703222
Umsókn Björgunarsveitarinnar Heiðar í Varmalandi um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gámum á lóð Borgarbyggðar í Varmalandi og gámatjald milli þeirra.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma með gámatjaldi á milli á Varmalandi í samræmi við innsend gögn Björgunarsveitarinnar Heiðars. Nefndin leggur til að haft verði samband við Ungmannafélagið vegna nálægðar við íþrottavöllin á Varmalandi.
11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 131
1704005F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 131. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 132
1704014F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 132. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 11:20.