Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag
1703032
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis Flatahverfi á Hvanneyri.
2.Ánabakki 13 úr landi Ánastaða - nýtt deiliskipulag
1512010
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Ánabakka 13 úr landi Ánastaða. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. í april 2015 og og felur meðal annars í sér nýtt skipulag fyrir íbúðarhús og skemmu/hesthús. Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Seláshverfi í landi Ánabrekku, deiliskipulagsbreyting
1409019
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Seláshverfi í landi Ánabrekku.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Seláshverfi í landi Ánabrekku til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 20. ágúst 2014 og felur m.a. í sér breytingu á aðkomu að hluta svæðisins. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.Grímsstaðir lnr. 134405 - breyting á aðalskipulagi
1703017
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Móttökustöð sorps við Grímsstaði í Reykholtsdal til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 22. september 2017 og felur ma í sér afmörkun á um 0,2 hektara svæði út landi Grímsstaða sem iðnaðarsvæði. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.Húsafell 1 - byggingarleyfi, frístundahús
1607014
Fyrirhuguð byggingaráform voru grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 22. júlí 2017 Alls bárust 10 athugasemdir þar sem fram kom hjá viðkomandi aðilum að það væri á móti útgáfu byggingarleyfis fyrir byggingu sumarhúss.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Athugasemdir hafa komið fram við grenndarkynningu á byggingaráformunum. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hafnar því fyrir sitt leyti byggingarumsókninni. Hins vegar er vilji hjá sveitarstjórn að vinna að breytingum á aðal- og deiliskipulögum á svæðinu í samráði við landeigendur. Sveitarstjóra og umhverfis- og skipulagssviðið falið að funda með hagsmunaaðilum.
6.Húsafell 1 - byggingarleyfi, stækkun
1607015
Fyrirhuguð byggingaráform voru grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 22. júlí 2017 Alls bárust 10 athugasemdir þar sem fram kom hjá viðkomandi aðilum að það væri á móti útgáfu byggingarleyfis fyrir stækkuninni.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.
Athugasemdir hafa komið fram við grenndarkynningu á viðbyggingunni. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innkomnar athugasemdir við grenndarkynningunni og felur byggingarfulltrúa að svara þeim.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir þrátt fyrir innkomnar athugasemdir að veitt verði byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni. Viðbyggingin er hvorki talin hafa áhrif á ásýnd svæðisins né komi til með að hafa áhrif á framtíðarskipulag svæðisins.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir þrátt fyrir innkomnar athugasemdir að veitt verði byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni. Viðbyggingin er hvorki talin hafa áhrif á ásýnd svæðisins né komi til með að hafa áhrif á framtíðarskipulag svæðisins.
7.Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6
1703022
Egils Guesthouse ehf, kt. 651010-0550 sækir um leyfi til að breyta notkun á húinu að Eiglsgötu 6 í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6 úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili. Grenndarkynning nái til íbúa Egilsgötu 1-10 og Bröttugötu 2-4b. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
8.Ósk um umsögn um tillögu að svæðisskipulagi og umhverfisskýrslu
1709120
Með bréfi dags. 27. september 2017 óskar svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar eftir umsögn Borgarbyggðar að tillögu að svæðisskipulagi og umhverfisskýrslu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lýsir ánægju sinni með framkomnar skýrslur og þá vinnu sem að baki liggur og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna umsögn í samráði við sveitarstjóra.
9.Förgun dýraleifa
1709085
Minnisblað verkefnisstjóra umhverfis - og landbúnaðarsviðs, dags. 20. september 2017 um förgun dauðra dýra m.a. byggt á fyrirkomulagi og reynslu Skagfirðinga. Byggðarráð vísaði málinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að tekin verði upp þjónusta við söfnun dýrahræja frá og með 1. janúar 2018. Horft verði til þess fyrirkomulags sem er í sveitarfélaginu Skagafirði. Samhliða undirbúningi verkefnisins þarf að endurskoða gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
10.Ugluklettur 2 og 4 - skipulagsmál, fyrirspurn
1709040
Eiríkur Jón Ingólfsson ehf sendir inn fyrirspurn varðandi hugsanlegar breytingar á lóðum Uglukletts 2 og 4 í Borgarnesi úr einbýlishúsalóðum í eina 3 - 4 íbúða raðhúsalóð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að funda með umsækjanda og grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum.
11.Vindás 10 - stækkun lóðar, fyrirspurn
1709090
Fyrirspurn Verkís ehf um það hvort leyft yrði að stækka lóð hesthúss við Vindás 10. Byggðarráð vísaði málinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að málinu í samráði við lóðarhafa og hestamannafélagið Skugga.
12.Vallarás - Varnir gegn listeríu, bréf
1708039
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að draga úr hættu á að listeríusmit berist í starfsstöð Eðalfisks af völdum umferðar búfjár um Vallarás. Nú þegar hefur búfjárbeit verið bönnuð og merkingar settar upp við enda Vallaráss sem gefa til kynna að umferð búfjár sé bönnuð, líkt og staðfest er í lögreglusamþykkt Borgarbyggðar. Nefndin leggur til að ofangreindum aðgerðum til viðbótar verði Vallarás lokað með girðingu milli lóða nr. 5 og nr. 7-9. Girðingin verði þannig úr garði gerð að hún hindri umferð búfjár, en loki ekki á umferð gangandi og hjólandi. Verkefnastjóra falið að vinna að málinu.
13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 140
1709004F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 140. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 141
1709013F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 141. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir minni háttar breytingu á skipulagi, tvær lóðir verða felldar niður vegna lagnaleiða og svæðið skilgreint sem almennings og útivistarsvæði.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.