Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Breyting á deiliskipulag: Gamli miðbærinn í Borgarnesi
1708159
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Gamli miðbærinn í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi: Gamli miðbærinn í Borgarnesi, til auglýsingar. Tillagan ásamt greinagerð er sett fram á uppdrætti dags.3. nóvember 2017 og tekur til lóðanna Brákarsunds 1,2,3,4,5 og 7, Brákarbrautar 10, leiksvæðis milli Skúlagötu 3,5 og 7 og Brákarsunds 5 og 7, almennings bílastæða við Brákarbraut og svæðis meðfram strandlengju frá Brákarsundi 7 að brú yfir í Brákarey. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.Into the glacier ehf - breyting á aðalskipulagi
1703021
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 01.06.2017 og felur í sér að landnotkun verður breytt úr frístundabyggð í verslun og þjónustu á reit sem í gildandi skipulagi er merktur F128. Tillagan var auglýst samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er liðinn, engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.Into the glacier ehf. - nýtt deiliskipulag
1705199
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 01.06.2017 og nær yfir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 við Kaldadalsveg. Tillgan var auglýst samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er liðinn og bárust ábendingar frá Umhverfisstofnun. Uppdrættir og greinagerð hafa verið uppfærður með tillti til þeirra. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveítarstjórnar.
4.Helgavatn, Vatnshlíð deiliskipulagsbreyting
1302032
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Helgavatn, Vatnshlíð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Helgavatns Vantshlíð til 08.11.2017. Markmið breytinganna er að hnitfesta lóðarmörk, breyta vegum í samræmi við núverandi legu og afmarka byggingarreiti frístundahúsa. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar
5.Syðri Hraundalur - Nýtt deiliskipulag
1611009
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Syðri-Hraundal 2 í Borgarbyggð. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinagerð dags. 13. mars 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum með byggingarreit fyrir íbúðarhús (1), vinnustofu (2) og hesthús (3) í landi Syðri-Hraundals 2 landnr. 223296. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er liðinn, athugasemd barst frá Vegagerðinni og hafa uppdrættir og greinagerð verið uppfærðar með tilliti til þeirra. Endandlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
Fjárhagsáætlun 2018 fyrir Umhverfis-, og skipulagssvið Borgarbyggðar lögð fram og rædd. Áfram verður unnið að fjárhagsáætlun milli funda sem og endurskoðun gjaldskráa.
7.Borgarbraut 65a - bílskúrar, umsókn
1710048
Landnr:135938
Umsækjandi: Sigvaldi Arason.
Erindi: Sótt er um fyrir hönd óstofnaðs hlutafélgs að byggja 2 samliggjandi bílskúra á lóð Borgarbrautar 65 a, sem umsækjandi á íbúð í.
Í dag er 6 bílskúrar sem tilheyra borgarbraut 65 a en íbúðirnar eru 30.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til afgreiðslu hjá Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umsækjandi: Sigvaldi Arason.
Erindi: Sótt er um fyrir hönd óstofnaðs hlutafélgs að byggja 2 samliggjandi bílskúra á lóð Borgarbrautar 65 a, sem umsækjandi á íbúð í.
Í dag er 6 bílskúrar sem tilheyra borgarbraut 65 a en íbúðirnar eru 30.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til afgreiðslu hjá Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Nefndarmenn hafa ólíkar skoðanir á því hvort leyfa eigi bílskúra á lóðinni. Ljóst er að ef til byggingu bílskúra kemur þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins. Málinu frestað og umhverfis-og skipulagssviði falið að afla frekari gagna um málið.
8.Ugluklettur - sameining lóða, fyrirspurn
1710018
Bréf Eiríks J Ingólfssonar ehf., dags. 4. Október 2017, þar sem spurst er fyrir um hvort hægt sé að breyta skipulagi á lóðir nr. 2 og 4 við Ugluklett á þann veg að þær verði sameinaðar og byggt á þeim fimm íbúða raðhús. Byggðrráð tekur vel í erindið og vísar því til Umhverfis- og skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu.
Jónínu E. Arnardóttur og Sigurði Friðgeir Friðrikssyni falið að ræða við umsækjanda um málið.
9.Burðarplastpokalaus Borgarbyggð.
1605008
Björk Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Tryggvadóttir kynna verkefnið burðaplastpokalaus Borgarbyggð sem hleypt var af stað með pokahlaupi í Hyrnutorgi 2. nóvember sl.
Verkefnið burðaplastpokalaus Borgarbyggð hefur farið mjög vel af stað og íbúar tekið vel í það að sleppa burðarplastpokanum. Nefndin vill þakka Björk Jóhannsdóttur og Hrafnhildi Tryggvadóttur sérstaklega fyrir þeirra vinnu við verkefnið sem og Öldunni fyrir þeirra þátt í að gera verkefnið eins vel heppnað og það er. Nefndin fagnar því að verið sé að stíga umhverfisvæn skref og mun vinna að því að því verði haldið áfram.
10.Umgengni á iðnaðarlóðum í Borgarbyggð.
1711020
Rætt um umgengni á iðnaðarlóðum í Borgarbyggð. Formanni nefndarinnar og Hrafnhildi Tryggvadóttur verkefnastjóra hjá Umhverfis- og skipulagssviði falið að skoða málið og koma með tillögur að aðgerðum. Lagt til að Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands verði tengdur í málið.
11.Tengiliðir vegna framfylgdar landskipulagsstefnu 2015-2026
1710092
Skipulagsstofnun óskar eftir tilnefningum fyrir tengiliði Borgarbyggðar vegna framfylgdar landsskipulagsstefnu 2015 - 2026.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tilnefndir Jónínu E. Arnardóttur og Sigurð Friðgeir Friðriksson sem tengiliði við Skipulagsstofnun vegna framfylgdar landskipulagsstefnu 2015 - 2026.
12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 142
1710011F
Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 142 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 11:30.