Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

63. fundur 06. júní 2018 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Bjargsland II

1708157

1708157 - Bjargsland II í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir umsagnir frá lögaðilum sem bárust sveitarfélaginu er varðar málið, ábendingar frá lögaðilum hafa verið teknar til greina. M.a. var bent á að gera þurfi betri grein fyrir áhrifum breytingarinnar á samfélagið í heild, þróun íbúðaruppbyggingar, verslunar og þjónusta í öðrum hverfum, uppbyggingu samfélagsþjónustu og samgöngu/umferð á svæðinu, einnig tengingu við Hringveg (1). Engar ábendingar frá íbúum bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og ábendingatíma í lýsingarferli. Tillagan felur í sér að Íbúðarsvæði Í12 er skilgreint sunnan við Í11 og austan við Í10 og S2. Nýtingarhlutfall verður óbreytt á svæðum Í10, Í11 og S2, og verður 0,35-0,5 á Í12. Nýtingarhlutfall lýsir nýtingu hvers svæðis í heild. Í ljósi þess getur nýting einstakra lóða innan svæðis verið meiri en uppgefið nýtingarhlutfall aðalskipulags. Nýting lóða er skilgreind sérstaklega í deiliskipulagi, ýmist með nýtingarhlutfalli eða hámarksbyggingarmagni. Á svæðum Í11 og Í12 er gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa. Málsmeðferð verði samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Bjargsland II - breyting á deiliskipulagi

1805057

1805057 - Bjargsland II - Breyting á deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland II, í Borgarnesi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 30. 04. 2018. Að mati sveitarstjórnar er nú talin þörf á að breyta framboði byggingarlóða þannig að færri lóðir verði fyrir einbýlishús en fleiri fyrir raðhús og smærri íbúðir. Ennfremur er talið nauðsynlegt að koma fyrir vegtengingu að næsta fyrirhugaða íbúðasvæði, en það er norðan við Bjargslandið. Ofantalin atriði og ákvörðun um að stækka skipulagssvæðið til norðurs, og bæta við það atvinnulóðum við Egilsholt, leiddu til þess að ákveðið var að uppfæra gögn skipulagsins í heild,bæði uppdrátt, skipulagslýsingu og -skilmála. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Miðnes í Borgarnesi - breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1804036

1804036 - Miðnes í Borgarnesi - lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarnes 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Með deiliskipulagstillögunni mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri - nýtt deiliskipulag

1803091

1803091 - Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri - tillaga að nýju deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri til auglýsingar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er um 5,7 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Gert er ráð fyrir 21 lóð á svæðinu og eru þær á bilinu 1518 - 2258 m² að stærð. Tvær lóðir eru þegar byggðar þ.e. við Melabraut 6 og 10. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Aðalskipulagsbreyting, tillaga - Iðunnarstaðir lnr. 134341, lýsing

1806010

Breyting á landnotkun í landi Iðunnarstaða í Lundarreykjardal - lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarnes 2010-22
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Iðunnarstaði í Lundarreykjardal til auglýsingar. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Iðunnarstaða úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha svæðis, verslun- og þjónustusvæði verði 1, 6 ha og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Nýtingarhlutfall fyrir verslunar- og þjónustusvæðis reitinn verði 0,18. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

6.Umsókn um landsvæði til íþróttaiðkunar.

1804089

Umhverfi- skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagsviði Borgarbyggðar að vinna áfram með málið.

7.Litlu-Tunguskógur lnr.
L219075 - lýsing deiliskipulags.

1806002

1806002 - Frístundarsvæði í landi Litlu- Tunguskógar - lýsing á breyting á deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt lýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundarsvæði í landi Litlu-Tunguskógur til auglýsingar. Í skipulagstillögunni eru 21 frístundahúsalóðir, og ein lóð undir dæluhús. Lóðirnar eru breytilegar að stærð allt frá 2861m² upp í 7226m². Hver lóð hefur sitt eigið lóðanúmer, oddatölur vinstramegin og sléttar tölur hægra megin þegar farið er inn í götu. Búið er að velja hverju húsi byggingarstað sem fellur best í landi og orsakar sem minnsta röskun á gróðri. Með tilkomu nýs frístundasvæðis fylgir ruðningur á hluta af birkiskógi á svæðinu, tæpur 1 hektari að stærð, ruðningur verður í götustæðum og innan byggingarreit. Í samráði við Skógrækt ríkisins er gert ráð fyrir jafnstóru svæði til mótvægisaðgerða. Öryggisatriði verði tryggð svo sem flóttaleiðir út úr hverfinu. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

8.Ályktun um sorpgáma í Lundareykjadal

1805079

Framlögð ályktun Búnaðarfélags Lundarreykjardals um sorpgáma í Brautartungu. Erindinu er frestað til næsta fundar.

9.Verkefni umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar - yfirlit

1806017

Framlagt yfirlit um verkefni umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar á kjörtímabilinu.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 148

1805009F

Fundargerð 148. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og eftirtaldir liðir bera með sér.

Fundi slitið - kl. 10:00.