Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

68. fundur 07. nóvember 2018 kl. 09:00 - 09:25 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Friðgeir
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Bjargsland II

1708157

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skv. tillögunni breytist afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11 auk verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. tekur til gatnanna Kvíaholts, Stekkjarholts og Stöðulsholts. Íbúðasvæði Í12 verður til og afmarkast af Hrafnakletti til norðausturs og nýrri safngötu sem tengist þvert á Hrafnaklett. Svæðið nær yfir Fjóluklett og nýtt byggingarsvæði norðan hennar og að Í11. Opið svæði til sérstakra nota O15 (leikvöllur) fellur út og óbyggt svæði minnkar. Skipulagssvæðið er u.þ.b. 19,3 ha að stærð. Nýting lóða er skilgreind sérstaklega í deiliskipulaginu, ýmist með nýtingarhlutfalli eða hámarksbyggingarmagni. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Ábendingar frá lögaðilum úr lýsingarferli voru teknar til greina í breytingartillögunni. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Bjargsland II - breyting á deiliskipulagi

1805057

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargslands II. Að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar er nú talin þörf á að breyta framboði byggingarlóða þannig að færri lóðir verði fyrir einbýlishús en fleiri fyrir raðhús og smærri íbúðir. Ennfremur er talið nauðsynlegt að koma fyrir vegtengingu að næsta fyrirhugaða íbúðarsvæði, en það svæði er áætlað norðan við Bjargsland II. Ofantalin atriði og ákvörðun um að stækka skipulagssvæðið til norðurs og bæta við það atvinnulóðum við Egilsholt, leiddu til þess að ákveðið var að uppfæra skipulagið í heild þ.e. uppdrátt, skipulagslýsingu og skipulagsskilmála. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdar tímabili. Málsmeðferð var samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:25.