Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

72. fundur 04. janúar 2019 kl. 08:30 - 10:50 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Guðveig Eyglóardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir
Dagskrá

1.Minnisvarði um Ok

1812068

Framlögð beiðni Cymene Howe og Dominic Boyer f. h. Center for Energy and Environmental Research in the Human Sciences (CENHS) um uppsetningu minnisvarða um fyrsta jökulinn á Íslandi sem hefur orðið loftslagsbreytingum að bráð. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið, með fyrirvara um leyfi landeigenda.

2.Minnisblað um umferðarmál

1812008

Minnisblað sveitarstjóra frá fundi með Lögreglustjóranum á Vesturlandi lagt fram um ýmis mál er snerta umferðaröryggismál í Borgarbyggð.
Í minnisblaðinu eru ábendingar sem snúa að verkefnum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir að unnið sé að úrbótum sem snúa að sveitarfélaginu í samræmi við minnisblaðið í samstarfi við Vegagerðina og Lögreglu og nefndin fái yfirlit um framvindu mála á fundi nefndarinnar í maí.

3.Stuttárbotnar 24 lnr. 134635 - byggingarleyfi, frístundahús

1808157

Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundasvæði, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Nefndin áréttar mikilvægi þess að landeigandi láti vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
Fyrir liggur undirrituð grenndarkynning frá eigendum Stuttárbotna nr.22 og nr.23 ásamt umsögn landeiganda.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki veitingu byggingarleyfis fyrir frístundahús við Stuttárbotna 24.

4.Syðri-Hraundalur II lnr.223296 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

1812013

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki umsókn um framkvæmdaleyfi.

5.Götulýsing og ljósabúnaður

1812120

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að til framtíðar verði útfærsla á götulýsingum í formi led-lýsingar. Sú tegund lýsingar er orkusparandi og umhverfisvænni. Unnið verði að þessu í tengslum við endurbætur og nýframkvæmdir á næstu árum.

6.Úrgangsmál og sorphirða

1812119

Yfirlit yfir málaflokkinn 2016 - 2018 lagt fram.
Minnisblað með yfirlit yfir málaflokkinn 2016-2018 lagt fram. Vísbendingar eru um að íbúar séu að ná árangri í aukinni flokkun og endurvinnslu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sambærileg samantekt verði lögð fyrir nefndina árlega.

7.Samþykkt um hunda og kattahald

1812118

Lögð fram samþykkt um hunda-kattahald sem er í gildi í Borgarbyggð. Þörf er á endurskoðun hennar m.a. vegna nýrra reglugerða sem hún byggir á.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að unnið verði að uppfærslu gæludýrasamþykkta í samræmi við umræður á fundinum.

8.Miðnes í Borgarnesi tillaga að breytingu á aðalskipulagi

1808175

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulag fyrir Miðnes í Borgarnesi. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega frekari uppbyggingu. Engin athugasemd barst sveitarfélaginu á auglýsingar- og athugasemdatímabili. Málsmeðferð var samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

9.Miðnes í Borgarnesi - tillaga að nýju deiliskipulagi

1804037

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag fyrir Miðnes í Borgarnesi. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðarmörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega frekari uppbyggingu. Engin athugasemd barst sveitarfélaginu á auglýsingar- og athugasemdatímabili. Málsmeðferð var samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

10.Litlu-Tunguskógur - tillaga að breytingu að deiliskipulagi

1812123

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu að nýju deiliskipulagi til auglýsingar. Í skipulagstillögunni eru 21 frístundahúsalóð ásamt lóð undir dæluhús. Lóðirnar eru breytilegar að stærð allt frá 2.861 m² upp í 7.226 m². Búið er að velja hverju húsi byggingarreit sem fellur best að landi og orsakar sem minnsta röskun á gróðri. Með tilkomu nýs frístundasvæðis fylgir ruðningur á hluta af birkiskógi svæðisins, tæpur 1 hektari að stærð, en ruðningur verður í götustæðum og innan byggingarreits. Í samráði við Skógræktina er gert ráð fyrir jafn stóru svæði til mótvægisaðgerða. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

11.Fulltrúi USL nefndar í vatnasvæðanefnd - tilnefning

1812130

Erindi Umhverfisstofnunar með ósk um tilnefningu fulltrúa umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar í vatnasvæðanefnd sbr. lög 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tilnefnir Davíð Sigurðsson og Maríu Júlíu Jónsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í vatnasvæðanefnd.

12.Endurheimt Hítarár í eldri farveg

1812125

Vísað til nefndarinnar frá byggðaráði á fundi þess 3. janúar 2019.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir verkfræðiskýrslu þeirri sem unnin hefur verið fyrir Veiðifélag Hítarár til að geta fjallað um málið. Jafnframt óskar nefndin eftir því að tekið verði saman minnisblað þar sem ákveðnar upplýsingar koma fram, í samræmi við umræður á fundinum.
Óskað verður eftir að fá formann Veiðifélags Hítarár á næsta fund nefndarinnar.

13.Fossamelar - vegskering, framkvæmdaleyfi

1812100

Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki umbeðið framkvæmdaleyfi.

Fundi slitið - kl. 10:50.