Fara í efni

Héraðsskjalasafn

Um safnið

Héraðsskjalasafnið er opinbert skjalasafn fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Skjalasafnið er opið 13.00 – 16.00 alla virka daga og einnig 08.00 – 12.00 skv. samkomulagi.

Sími: 433 7200

Netfang: skjalasafn@safnahus.is

Markmið safnsins er að varðveita og skrá öll opinber skjöl að skjölum ríkisstofnana frátöldum. Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á safnsvæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi.

Þeir sem eru með skilaskyld skjöl eða skjöl sem að þeirra mati eiga heima á Héraðsskjalasafninu eru beðnir að hafa samband við Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalavörð í Safnahúsi Borgarfjarðar að Bjarnarbraut  4-6 í Borgarnesi í netfangið skjalasafn@safnahus.is