Fara í efni

Menningarsjóður Borgarbyggðar

Menningarsjóður Borgarbyggðar var stofnaður í Borgarnesi 22. mars 1967 í tilefni af 100 ára verslunarafmæli staðarins, en nú starfar sjóðurinn á öllu svæði Borgarbyggðar. Stofnfé sjóðsins var ein milljón króna sem greidd var af Borgarneshreppi árin 1968-1977. Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag bæjarsjóðs Borgarbyggðar, vextir, áheit, minningargjafir og aðrar gjafir til menningarmála.

Eftirtaldir eiga sæti í stjórn sjóðsins:

  • Brynja Þorsteinsdóttir form.
  • Jenný Lind Egilsdóttir
  • Jóhanna Möller
  • Margrét Vagnsdóttir
  • Jóhanna María Sigmundsdóttir

Tilgangur menningarsjóðs er að megin stoð í menningarlífi Borgarbyggðar og
leggja í starfi sínu sérstaka rækt við grasrótina í menningarlífi á svæðinu.

Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram tvisvar ár hvert. Fyrri úthlutunin skal fara fram fyrir þann 1. maí og hin síðari fyrir þann 1. október.

Úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar