Fara í efni

Safnahús Borgarfjarðar

Opnunartímar

Sýningar eru á veturna opnar alla virka daga á opnunartíma bókasafns kl. 13.00-18.00.

Á sumrin (maí, júní, júlí, ágúst) alla daga frá 13.00-17.00.

Opið á öðrum tímum skv. samkomulagi

Sími: 433 7200

Netfang: safnahus@safnahus.is

Safnahús Borgarfjarðar er safnaklasi fimm safna þar sem nýjar aðferðir eru nýttar til miðlunar á grundvelli frumkvæðis, virkni og samvinnu. Söfnin eru þessi:

  • Héraðsbókasafn Borgarfjarðar
  • Héraðsskjalasafn  Borgarfjarðar
  • Byggðasafn Borgarfjarðar
  • Listasafn Borgarness
  • Náttúrugripasafn Borgarfjarðar
 

Stofnunin er staðsett í Borgarnesi. Hún er í eigu Borgarbyggðar en þjónar einnig Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit með þjónustusamningum.  Starfssvæði hússins nær því allt frá rótum Snæfellsness suður til Hvalfjarðar.

Stofnunin er leitandi og opin í starfi sínu og vinnur náið með samfélaginu á starfssvæði sínu sem nær frá rótum Snæfellsness til Hvalfjarðar.

Auk fjölda skammtímasýninga eru tvær grunnsýningar í húsinu, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Þær draga þúsundir gesta að árlega og eru hannaðar með það í huga að nýtast í safnkennslu. 

Hópamóttaka á sýningar
Almennir  hópar
Skólahópar