Fara í efni

Byggingamál

Starfssvið byggingarfulltrúa og embættis hans er skilgreint í II. kafla laga um mannvirki nr. 160/2010 og í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Meðal verkefna byggingarfulltrúa er að afgreiða byggingarleyfisumsóknir og tilkynningaskyldar framkvæmdir, útgáfu byggingarleyfa, skráningar á mannvirkjum, úttektir, skönnun og skjölun á teikningum, umsagnir og úttektir vegna rekstrarleyfa, yfirferð eignaskiptasamninga og útgáfu vottorða, ásamt fleiru sem til fellur. Embættið vakir yfir því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur.

Byggingarfulltrúi er Þórólfur Óskarsson.

Viðtalstímar byggingafulltrúa Borgarbyggðar:

Símatímar

  • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
  • Kl. 10-11 
  • 433 7100

Viðtalstímar

  • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
  • Kl. 11-12
  • Ráðhús