Fara í efni

Undanþegið byggingarleyfi

Minniháttar framkvæmdir sem eru undanþegnar byggingarleyfi og tilkynningarskyldar eftir atvikum eru samkvæmt gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð. Framkvæmdaraðili ber þó ábyrgð á að ekki skapist hætta fyrir fólk og eignir og að virt séu öll viðeigandi ákvæði reglugerðarinnar. Hann ber jafnframt ábyrgð á að framkvæmd sé í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og að ekki sé gengið á rétt nágranna.

Nýjustu útgáfu byggingarreglugerðar má nálgast á vef Mannvirkjastofnunar.