Fara í efni

Aldan dósamóttaka – Aldan vinnustofa

Aldan er tveggja deilda, hæfing/vinnustofa og dósamóttaka. Megin viðfangsefni er að aðstoða fatlaða starfsmenn við virka þátttöku á vinnustað og daglegar athafnir.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Borgarbyggð yfirtók rekstur Fjöliðjunnar um áramótin 2013/2014, en reksturinn var áður deild innan Fjöliðjunnar á Akranesi. Starfsemin flutti í lok ársins 2015 í mikið stærra húsnæði úti í Brákarey og var í leiðinni gefið nafnið ALDAN.

Opnunartími dóksamóttökunnar er kl. 08:00-12:00 og 13:00-16:00.

Leiðbeiningar um móttöku á flöskum og dósum í dósamóttöku