Barnavernd
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala fer með málefni á grundvelli Barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Starfsmenn fara með daglega framkvæmd og skal tilkynningum og öðrum erindum beint til þeirra.
Hvað er barnavernd?
Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður, börn sem verða fyrir ofbeldi eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Þetta er einkum gert með því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Ef nauðsyn þykir er unnt að bjóða upp á ýmis stuðningsúrræði. Heimildir barnaverndarnefndar eru skilgreindar í lögum og tilteknar skyldur lagðar á nefndina og starfsmenn hennar. Alltaf er leitast við að tryggja réttaröryggi fjölskyldna og áhersla lögð á góða samvinnu foreldra og starfsfólks.
Tilkynningaskylda
Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar um óviðunandi aðstæður barna. Sérstök tilkynningaskylda er lögð á fólk sem starfar með börnum, t.d. starfsmenn skóla, heilsugæslu lögreglu. að ógleymdri lögreglunni. Utan dagvinnutíma er unnt að hafa samband við Neyðarlínuna 112 til að tilkynna um óviðunandi aðstæður barna. Á dagvinnutíma skal snúa sér beint til starfsmanna.
Starfsmenn Neyðarlínu 112 og starfsmenn barnaverndarnefndar eru bundnir trúnaðarskyldu.