Fara í efni

Eldri borgarar

Þann 27. mars 2018 samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar stefnu í málefnum aldraðra í Borgarbyggð. í henni má finna framtíðarsýn sveitarfélagsins og þar koma fram helstu markmið og áherslur ásamt hlutverki og ábyrgð þeirra aðila sem koma að málefnum aldraðra. Til að fylgja stefnunni eftir er unnin árlega aðgerðaráætlun ásamt kostnaðaráætlun þar sem skilgreindir ábyrgðaraðilar eru að einstökum verkefnum.

Hægt er að panta eða fá upplýsingar um alla þjónustu sveitarfélagsins við eldri borgara í síma 433 - 7100.

Ráðgjöf
Eldri borgarar hafa aðgang að félagslegri ráðgjöf hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins og geta leitað þangað eftir aðstoð varðandi réttindi sín eða mögulega þjónustu. Eins er hægt að fá upplýsingar um mögulega þjónustu hjá heimahjúkrun. Þjónusta við eldri borgara er í stöðugri þróun og markmiðið alltaf að mæta þörfum þeirra er þurfa á henni að halda. Eldri borgarar eru hvattir til að koma með ábendingar og kanna möguleika á aðstoð hvort sem er varðandi almenna þjónustu eða þeirra eigin aðstöðu.

Heimsendur matur – mötuneyti

Sótt er um heimsendan mat á íbúagátt Borgarbyggðar. Þar er hægt að velja þá daga sem óskað er eftir. Borgarbyggð er með samning við Brákahlíð sem sér um að elda matinn sem eldri borgarar og öryrkjar innan Borgarbyggðar geta fengið sendan heim í hádeginu. Sveitarfélagið sér um akstur og innheimtu vegna þessarar þjónustu. Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri Borgarbyggðar í síma: 433-7100.

Í félagsstarfinu á Borgarbraut 65a er boðið upp á hádegismat alla virka daga.

Ferðaþjónusta
Boðið er upp á akstur í og úr félagsstarfi, í reglubundna þjálfun eða til læknis. 

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er alfarið á hendi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, símanúmer Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi er 432-1430.