Fara í efni

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarfið er á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga. Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er engin dagskrá, en opið fyrir spilamennsku og spjall.

Starfsemin er fjölbreytt; handavinna, handverk, spilamennska og ýmis námskeið.

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum stendur fyrir vikulegri starfsemi fyrir eldri borgara í Félagsheimilinu Brún á miðvikudögum.