Fara í efni

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarfið er á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga. Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er engin dagskrá, en opið fyrir spilamennsku og spjall.

Enginn fastastarfsmaður er félagsstarfinu en Elín Valgarðsdóttir, sem sér um vakt í þjónustuíbúðum aldraðra og félagsmálastjóri halda utan um og skipuleggja starfið með liðsinni fulltrúa notenda, sem valdir eru á fundi með notendum.

Starfsemin er fjölbreytt; handavinna, handverk, spilamennska og ýmis námskeið.

Leiðbeinendur eru í félagsstarfinu 3 daga í viku. Elfa Hauksdóttir leiðbeinir við glerbrennslu á mánudögum og Karólína Ísleifsdóttir leiðbeinir við margvíslegt handverk á þriðjudögum og miðvikudögum

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum stendur fyrir vikulegri starfsemi fyrir eldri borgara í Félagsheimilinu Brún á miðvikudögum.