Félagsleg heimaþjónusta
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Heimilishjálp er veitt öldruðum, öryrkjum og vegna tímabundinna veikinda eða erfiðra félagslegra aðstæðna.
Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita:
- Þrif / Aðstoð við heimilishald
- Aðstoð við persónulega umhirðu
- Félagslegan stuðning
- Aðstoð við umönnun barna
- Kvöld- helgarþjónustu
Umfang þjónustunnar fer eftir mati og þörfum hverju sinni.
Fyrirspurnir um félagslega heimaþjónustu eru veittar í síma 433-7100.