Fara í efni

Sértæk þjónusta við fólk með fötlun

Þjónusta við fatlaða er veitt skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.

Helstu þjónustuþættir eru eftirfarandi:

Búsetuþjónusta
Búsetuþjónusta er veitt fólki með fötlun, sem er 18 ára eða eldra, hvort sem það býr í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða íbúðakjarnanum við Skúlagötu/Brákarbraut. Þjónustan er veitt samkvæmt þjónustusamningi við viðkomandi aðila og byggir á mati á þjónustuþörf að höfðu samráði við viðkomandi eða talsmann hans. Í búsetuþjónustu felst heimilishjálp, félagsleg liðveisla og frekari liðveisla.

Heimililshjálp
Heimilishjálp er aðstoð við almennt heimilishald,- þrif, þvotta o.þ.h. 

Félagsleg liðveisla
Félagsleg liðveisla er hugsuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og er fyrst og fremst aðstoð til að njóta menningar- og félagslífs. 

Frekari liðveisla
Frekari liðveisla er sú aðstoð sem þarf, til viðbótar við heimilishjálp og félagslega liðveislu, til að fólk með fötlun geti haldið eigin heimili og felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun.

Ferðaþjónusta
Borgarbyggð rekur ferðaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða. 

Ráðgjöf
Aðgangur er að ráðgjöf og aðstoð hvort sem er hjá félagsráðgjafa, sálfræðingi eða þroskaþjálfa.

Aldan dósamóttaka – Aldan vinnustofa
Fyrir hendi er verndaður vinnustaður þar sem unnið er við flösku- /dósamóttöku o.fl. Einnig vinnustofa þar sem unnið er við ýmiskonar störf .

Þjónusta við börn / fjölskyldur fatlaðra bar
Fötluð börn geta átt rétt á liðveislu, stuðningsfjölskyldu og eða skammtímavistun.

Allar frekari upplýsingar hjá starfsmönnum félagsþjónustu.

Á heimasíðu Velferðarráðuneytisins má einnig finna gagnlegar upplýsingar.