Áhaldahús
Áhaldahús Borgarbyggðar sinnir margvíslegum verkefnum sem snúa að þjónustu við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Starfsmenn áhaldahúss sinna ýmsum viðhalds- og rekstrarverkefnum sem og ýmsum smærri framkvæmdum í landi Borgarbyggðar.
Verkefni sem starfsmenn áhaldahúss sinna eru mörg, fjölbreytt og mörg hver árstíðabundin. Mörg verkefni snúa að því að fegra sveitarfélagið og annast viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu er tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.
Nokkur dæmi um verkþætti:
- Snjómokstur og hálkuvarnir
- Almenn hreinsun
- Viðhald og umhirða á gróðurbeðum
- Grassláttur
- Þökulagnir
- Umhirða á gróðri
- Hellulagnir
- Viðhald og nýsmíði á timburverki
- Jólaskreytingar
- Ýmis þjónusta við stofnanir bæjarins
- Ýmis þjónusta, ráðleggingar og ráðgjöf til íbúa bæjarins