Fara í efni

Íþróttir og tómstundir

Hamar

Fjölbreytt val í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægt hverju samfélagi. Borgarbyggð hefur stutt við uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu auk aðstöðu til ýmiskonar útivistar í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna uppbyggingu göngustíga í Borgarnesi, aðstöðu til útivistar í Einkunnum, uppbyggingu golfvallarins í Borgarnesi og aðstöðu hestamanna auk sparkvalla í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst. Þá á sveitarfélagið og rekur þrjú íþróttahús og sundlaugar.