Fara í efni

Félagsmiðstöðin Óðal

Félagsmiðstöðin Óðal er aðili að SAMFÉS, samtökum félagsmiðstöðva. Það er boðið upp á opnanir fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og eina dagopnun í viku fyrir börn á miðstigi (5. – 7. bekk).

Í Óðali starfar húsráð unglinga sem vinnur að dagskrá og viðburðum í samstarfi við starfsfólk. Meðal árlegra viðburða í Óðali má nefna Vökunótt, LAN og hópferð á Samfestinginn. Á reglubundnum opnunum er boðið upp á alls kyns skemmtilega viðburði, böll og opið hús.

Opnunartími 

Mánudagur: 19-22
Þriðjudagur: 14-17 (Miðstigsopnun)
Miðvikudagur: 19-22
Fimmtudagur: 14-21 (Rútur heim)

Rútur 

Boðið er upp á rútu heim úr Óðali einu sinni í viku, bæði á Hvanneyri-Kleppjárnsreyki-Varmaland og á Mýrar. Skráning í rútur fer fram vikulega á í Facebook hópi foreldra, einnig má hafa samband við starfsfólk til að skrá í rútur. Skráningu lýkur kl. 14 samdægurs. Ekki er rukkað gjald fyrir rútuferðirnar.

Hafa samband 

Sími: 433-7260 / 779-3157
Netfang: odal@borgarbyggd.is

Facebook

Félagsmiðstöðin Óðal