Fara í efni

Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs vegna Covid

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 2021 sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. Styrknum er ætlað að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs vegna áhrifa Covid-19 faraldursins.  

Haustið 2021 færðist vinnsla umsókna frá sveitarfélögunum yfir til Ríkisins.

Frá og með haustinu 2021 er möguleiki að nýta sérstaka styrkinn til lækkunar á kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs við skráningu á námskeið. Gert í skráningarkerfi því sem viðkomandi félag notar, t.d. Sportabler eða Nóri.

Nánari upplýsingar um viðbótarstyrkinn eru á vef félagsmálaráðuneytis

Frístundastyrkurinn er ætlaður fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021.

Styrkurinn er 25.000 kr. á hvert barn til loka ársins 2021.