Fara í efni

Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs. Umsóknarfrestur er liðinn.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 2021 sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. Styrknum er ætlað að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs vegna áhrifa Covid-19 faraldursins.  

 - Vinsamlega athugið að umsóknarfrestur er liðinn en Ríkisstjórn Íslands hefur gefið út að nýtt fyrirkomulag verði kynnt haustið 2021. Allar upplýsingar hér fyrir neðan verða uppfærðar þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Félagsmálaráðuneytið hefur falið hverju sveitarfélagi að deila út styrknum til þeirra sem sækja um og falla undir viðmiðin. Styrkurinn er greiddur vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020-2021, allt að 45.000 kr. á hvert barn. 

Styrkurinn er vegna barna sem fædd eru 2005 - 2014 og eiga lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020.

Miðað er við að íþrótta- og tómstundastarf fari fram á skólaárinu 2020–2021.

 • Ekkert lágmarkstímabil iðkunnar (t.d. falla leikjanámskeið og sumarbúðir undir skilyrði).
 • Hægt er að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald.

Umsóknarfrestur framlengdur til 31. júlí 2021.

Upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf í Borgarbyggð má finna hér.

Kanna rétt á styrk

 • Smella á hlekkinn hér að neðan til að kanna rétt á styrk á island.is
  Íslenska
  Enska / pólska
 • Þeir sem falla ekki undir tekjuviðmiðin fá útskýringar og komast ekki lengra í ferlinu

Umsókn til Borgarbyggðar

 • Þeir sem eiga rétt á styrk flytjast sjálfkrafa inn á umsóknarsíðu þar sem setja þarf inn helstu upplýsingar og hengja við afrit af kvittunum sem staðfesta skráningu og greiðslu (eða greiðslufyrirkomulag) vegna íþrótta- og tómstundastarfs barnsins 
  • Ef umsækjandi á ekki kvittun þarf að hafa samband við íþrótta- og/eða tómstundafélag og fá sent afrit
  • Ef umsækjandi skráði barnið sitt í gegnum skráningarkerfið Nóra er hægt að sækja rafræna kvittun í Nóra
 • Umsækjandi fær staðfestingu á tölvupósti og umsóknin fer til úrvinnslu hjá Borgarbyggð
 • Umsækjandi fær sendan tölvupóst innan 5 daga um hvort umsóknin sé samþykkt, henni hafnað eða gögn vanti og gefst þá tækifæri til að senda inn ný gögn í gegnum umsóknarsíðuna
 • Sé umsókn samþykkt greiðir Borgarbyggð inn á reikning umsækjanda sem gefinn var upp í umsókn

Reglur Borgarbyggðar um sérstakan íþrótta og tómstundastyrk vegna Covid-19