Fara í efni

Sumarfjör - sumarnámskeið fyrir börn

Borgarbyggð býður börnum á aldrinum 6-9 ára upp á skemmtileg og fjölbreytt sumarnámskeið. Sumarfjör er starfrækt í Borgarnesi og á Hvanneyri og boðið er upp á akstur frá Kleppjárnsreykjum og Baulu. Markmið Sumarfjörs er að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta afþreyingu og útiveru yfir sumarið. 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, opnunartíma og gjaldskrá eru birt í lok apríl ár hvert. Vert er að taka fram að lokað er í tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi.

Sumarfjör 2023 - upplýsingar til foreldra og forráðamanna

Skráning í sumarfjörið hófst föstudaginn 5. maí kl 17:00 inn á http://sumar.vala.is.

Boðið verður upp á vikunámskeið frá kl 9:00-16:00 og boðið verður upp á viðbótarstund milli 8:00 og 9:00 sem skrá þarf sérstaklega í.

Sumarfjör er leikjanámskeið fyrir börn í 1.-4.bekk í Borgarbyggð. Hver vika í sumarfjörinu er þematengd, en aðaláhersla er lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá sjáið þið í meðfylgjandi skjali. Börn mæta með þrjú nesti fyrir daginn en á föstudögum munum við bjóða börnum upp á hádegismat.

Sumarið 2023 verður starfsstöð Sumarfjörs í Grunnskóla Borgarness, í ágúst stefnum við að því að vera með tvær starfsstöðvar, Borgarnes og Hvanneyri en þá stendur einnig börnum fædd 2017 til boða að koma og vera með okkur í Sumarfjöri.

Yfirumsjón með Sumarfjöri hafa Hugrún og Hafdís, forstöðukonur í frístund í Borgarnesi og á Hvanneyri/Kleppjárnsreykjum.

Starfsmenn í Sumarfjörinu eru Declan, Sóley, Andie, Maggie og Guðrún.

Gjaldskrá:
Verð fyrir vikuna = 8.600 kr

Viðbótarstund fyrir vikuna frá kl 8:00 – 9:00 = 2.800 kr
Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem eru skráð sömu vikuna í Sumarfjör.

Þær vikur sem Sumarfjörið verður í boði eru:

Borgarnes: Grunnskólinn í Borgarnesi, 8. júní-21. júlí, 8.-18. ágúst.

Hvanneyri: Grunnskóli Borgarfjarðar-Hvanneyrardeild, 8.-18. ágúst.

Boðið verður upp á rútuferðir á starfsstöð í byrjun dags og tilbaka seinnipartinn:

Júní - ágúst: Mýrar - Borgarnes

Júní og júlí: Baula (verslun), Kleppjárnsreykir (grunnskóli) og Hvanneyri (grunnskóli) - Borgarnes

Ágúst: Baula (verslun) og Kleppjárnsreykir (grunnskóli) – Hvanneyri

Haft verður sérstaklega samband við alla þá sem skrá í rútu og farið yfir tímasetningar og nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 28.mai. Mælum þó alltaf með að skrá sem fyrst þar sem fjöldatakmörk eru á námskeiðunum. Ef námskeið fyllist er hægt að skrá barn á biðlista.

Símanúmer í Borgarnesi 847-7997 og Hvanneyri 776-6008. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar, erum einnig með netfangið sumarfjor@borgarbyggd.is

Dagskrá

Sumarfjör í Borgarnesi 2023 *Birt með fyrirvara um breytingar

Vika

Dagsetning

Þema

Upplýsingar um hvað verður gert.

1

8. & 9. júní

Upphafsfjör

Leikir & frjáls tími.

2

12.- 16. júní

Tækni & vísindi

Hér verðum við með allskonar klúbba t.d. tilraunaklúbb, stjörnuskoðunarklúbb, spurningarklúbb og vísindaklúbb.

3

19.-23. júní

Listir & sköpun

Lærum um allskonar listamenn, fræðumst um þá og skoðum verk þeirra. Einnig gerum við okkar eigin verk úr frjálsum efnivið. Endum vikuna á listasýningu.

Við tökum einnig þátt í undirbúning fyrir Brákarhátíð.

4

26. - 30 júní

Hreyfing & þrautir

Við kynnumst allskonar íþróttum og endum vikuna á Ólympíuleikum þar sem við keppum í ýmsum skemmtilegum þrautum og æfingum.

5

3. - 7. júlí

Útivistarfjör

Stefnum á að eyða mestum tíma utandyra. Förum í göngur, skoðum umhverfið og náttúruna.

6

10.-14. júlí

Hópefli & leikir

Áhersla lögð á að styrkja félagsfærni okkar með hópefli og leikjum.

7

17.-21. júlí

Vatnafjör

Sull og fjör. Vatnsblöðrustríð, fjöruferðir o.fl.

Muna eftir aukafötum.

 

24.-28. júlí

 

Lokað

 

31. júlí– 7. ágúst

 

Lokað

8

8.-11. ágúst

Ævintýrafjör

Við bjóðum elsta árgangi leikskólanna velkomna á námskeiðið (2017). Við ætlum í ævintýraferðir, skoðum nærumhverfið o.fl.

Hvanneyrahátíð

9

14.-18. ágúst

Stuð- og lokafjör

Endum á lokafjöri – óvænt skemmtun.

  • Á miðvikudögum eru hjóladagar og þá er börnum velkomið að koma með hjólin sín og við hjólum á skólalóðinni í útveru. Athugið að rafmagnshlaupahjól eru ekki leyfileg.
  • Starfsmenn sumarfjörs: Hugrún, Hafdís, Andie, Maggie, Guðrún, Declan og Sóley.