Fara í efni

Sumarfjör - sumarnámskeið fyrir börn

Borgarbyggð býður börnum á aldrinum 6-9 ára upp á skemmtileg og fjölbreytt sumarnámskeið. Sumarfjör er starfrækt í Borgarnesi og á Hvanneyri og boðið er upp á akstur frá Kleppjárnsreykjum og Baulu. Markmið Sumarfjörs er að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta afþreyingu og útiveru yfir sumarið. 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, opnunartíma og gjaldskrá eru birt í lok apríl ár hvert. Vert er að taka fram að lokað er í tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi.

Sumarfjör 2022

Skráning í Sumarfjörið, sumarnámskeið fyrir börn í 1.-4. bekk er hafin. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, en megináhersla er lögð á útivist og leiki.

Vegna manneklu er útlit fyrir að einungis verði hægt að bjóða upp á starfsstöð í Borgarnesi í júní og júlí, en ekki á Hvanneyri eins og
verið hefur síðustu ár. Stefnt er að því að bjóða upp á akstur til og frá Baulu, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri alla daga til að auðvelda
börnum utan Borgarness að sækja Sumarfjör. Enn er hægt að sækja um starf leiðbeinanda í Sumarfjöri, sjá hér.

Hægt er að skrá barn í hálfan dag (9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00) eða heilan dag (9:00 – 16:00).

  • Verð fyrir eina viku í hálfan dag = 4.000 kr.
  • Verð fyrir eina viku í heilan dag = 8.000 kr.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem skráð eru sömu vikuna í Sumarfjör.

Hægt er að skrá börn á námskeið fram á hádegi á fimmtudegi fyrir vikuna þar á eftir, en mælt er með að skrá sem fyrst þar sem fjöldatakmörk eru á námskeiðunum. Ef námskeið fyllist er hægt að skrá barn á biðlista.

Börnin mæta sjálf með nesti fyrir daginn en á föstudögum verður boðið upp á hádegismat. Þau börn sem eru skráð heilan dag þurfa nesti fyrir þrjú matarhlé en þau sem eru hálfan daginn þurfa nesti fyrir eitt matarhlé.

Sumarfjörið verður í boði á eftirfarandi tímabilum:

- Borgarnesi: 7. júní-15. júlí, 2.-17. ágúst

- Hvanneyri: 2.-17. ágúst

Í ágúst eru svo börn fædd 2016 velkomin í Sumarfjörið.

Skráning í Sumarfjörið fer fram í gegnum Völu sumarfrístund.