Fara í efni

Sumarfjör - sumarnámskeið fyrir börn

Sumarfjör 2021

Skráning er hafin í sumarfjörið, sumarnámskeið fyrir börn í 1.-4. Bekk. Hver vika í sumarfjörinu er þematengd, en ávallt er lögð aðaláhersla á útivist og leiki.

Hægt er að skrá barn í hálfan dag (9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00) eða heilan dag (9:00 – 16:00).

  • Ein vika fyrir hálfan dag = 4.000 kr.
  • Ein vika fyrir heilan dag = 8.000 kr.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem skráð eru sömu vikuna í sumarfjöri

Börnin mæta sjálf með nesti fyrir daginn en á föstudögum munum við bjóða upp á eitthvað í hádeginu. Þau börn sem eru allan daginn þurfa nesti fyrir þrjár máltíðir en þau sem eru hálfan daginn þurfa nesti fyrir eina máltíð.

Þær vikur sem sumarfjörið verður í boði eru:

  • Borgarnesi: 14 júní – 16 júlí, 9 – 18 ágúst.
  • Hvanneyri: 14 júní – 9 júlí, 3 – 18 ágúst.

Boðið verður upp á ferðir frá Kleppjárnsreykjaskóla hvern morgun í sumarfjörið á Hvanneyri og til baka seinnipartinn.

Vikuna 12 – 16 júlí verður lokað á Hvanneyri en þá verður boðið upp á ferðir frá Hvanneyrardeild í Borgarnes.

Í ágúst eru svo börn fædd 2015 velkomin í Sumarfjörið.

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/umsb

Umsóknarfrestur er til 28 maí.

 

 

 

 

 

 

Vika

Dagsetning

Þema

Upplýsingar um hvað verður gerð

1

14 – 18 júní

Kynningar- og öryggisvika

Í þessari viku ætlum við í kynningar- og hópeflisleiki. Slökkviliðið kemur í heimsókn og fer yfir margt sem tengist öryggi, fræðir um starfið og sýnir jafnvel slökkvibíla

2

21 – 25 júní

Íþróttavika

Fáum kynningu á nokkrum íþróttagreinum sem í boði eru í Borgarbyggð þær greinar sem kynntar verða eru golf, frjálsar, fótbolti og körfubolti.

3

28 júní – 2 júlí

Útilífsvika

Farið verður í ýmsa hópeflisleiki gamla í bland við nýja. Þátttakendur læra m.a með hlutverkaleik hvernig þeir bera sig að þegar þarf að hringja í neyðarlínuna. Fjallað verður um útieldun, flokkunarkerfi rusls og mikilvægi þess að flokka, ásamt því að farið verður í plokk ratleik.

4

5 – 9 júlí

Leiklistarvika

Farið verður í leiklistarleiki sem þjálfa börnin í radd- og líkamstjáningu. Í hverjum tíma verður æft til að búa til leikrit sem verður frumsýnt í Óðal í lok vikunnar hámarksfjöldi er 15

5

12 – 16 júlí

Vatnavika

Vatnsblöðrur, sull, fjöruferðir, vatnsbyssu föndur úr flöksum og margt fleira sem tengist vatni.

19 – 23 júlí

Lokað

 

26 – 30 júlí

Lokað

 

6

2 – 6 ágúst

Útivistar og Föndurvika

Útivist og ýmislegt skemmtilegt föndur

7

9 – 13 ágúst

Skátavika

Beint verður sjónum að skátastarfi og gildum þess. Lært verður ýmsar skátakúnstir og fræðst um skátahreifinguna.

8

16 – 18 ágúst

Lokahátíð

Lokavika í sumarfjöri. Við endum á kveðjuhátíð

*Það eru tveir lögbundnir frídagar yfir sumarið 17 júní og 2 ágúst.

Gestakennarar:

Vika 2: Þjálfarar frá golfi, frjálsum, fótbolta og körfubolta

Vika 3: Jóhanna María Þorvaldsdóttir

Vika 4: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir: Aðeins 15 komst að í leiklistarnámskeiði

Vika 7: Skátar

 

 

Vika 1: Kynningarvika:

Fyrir hádegi: Borgarnes

Eftir hádegi: Hvanneyri

 

Vika 2: íþróttavika

Fyrir hádegi: Borgarnes

Eftir hádegi: Hvanneyri

Vika 3: Útilífsvika

Fyrir hádegi: Hvanneyri

Eftir hádegi: Borgarnes

Vika 4: Leiklistarvika

Leiklistarnámskeið verður fyrir hádegi og verður eingöngu í boði í Borgarnesi, börn á Hvanneyri geta skráð sig en er það þá á ábyrgð foreldra að koma barni til og frá námskeiði. Að öllum líkindum mun rúta fara frá Kleppjárnsreykjum í Borgarnes á morgnanna og er því hægt að nýta hana.

 

Vika 7: Skátavika

Fyrir hádegi: Hvanneyri

Eftir hádegi: Borgarnes