Fara í efni

Sundlaugar og íþróttamannvirki

Sundlaugar og þróttamannvirki eru á þremur stöðum í Borgarbyggð, í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi.

Skallagrímsvöllur

Völlurinn, sem er við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi er 105m x 68m að stærð, við hann er grasstúka fyrir áhorfendur og 6 brauta fullkominn frjálsíþróttavöllur lagður Politan gerfiefni þar sem trimmarar og skokkarar hafa einnig aðgang að. Við enda vallarins er 115 x 80 m æfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun og tilhliðar við æfingavöllinn er sparksvæði sem almenningur hefur aðgang að.

Bent er á heimasíðu Ungmennafélagsins Skallagríms varðandi mót og æfingar á vellinum.

Sundlaugin og íþróttamiðstöðin í Borgarnesi

Þorsteinsgötu 1
Sími: 433 7140

Í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fara fram skólaíþróttir barna í Grunnskólanum í Borgarnesi, knattspyrna, körfuknattleikur og blak. Einnig er þar að finna aðal þreksal Borgarbyggðar og sundlaug með vatnsrennibraut.

Sundlaugin og íþróttamiðstöðin á Varmalandi

Varmalandi
Sími: 437 1401

Sundlaugin á Varmalandi er opin almenningi á sumrin.

Íþróttamiðstöðin á Varmalandi er fyrst og fremst skólamannvirki á veturna en almenningur getur komist í þreksal, heitan pott og sundlaug á skólatíma verði því við komið vegna kennslu.

Æfingar hjá Ungmennafélagi Stafholtstungna eru seinni part dags og auglýstar sérstaklega í Grunnskóla Borgarfjarðar og víðar.

Á sumrin er rekið tjaldstæði á svæðinu.

Félagsheimilið Þinghamar er leigt út fyrir ýmiss tilefni (t.d. ættarmót).

Fjölmennir hópar geta haft samband utan opnunartíma við starfsmann til að fá aðstöðuna leigða sé því við komið. Vinsamlega hafið þá samband við Guðmund í síma: 898-8225.

Sundlaugin og íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum

Kleppjárnsreykjum
Sími: 435 1140

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er opin allt árið en er með sumaropnun frá 1. júní - 20. ágúst.

Í Íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum fara fram skólaíþróttir barna í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjardeild, sundæfingar og þrek.

Æfingar hjá Ungmennafélagi Reykdæla eru auglýstar á töflu íþróttamiðstöðvarinnar, í Grunnskóla Borgarfjarðar og víðar.

Vetraropnun (21. ágúst- 31. maí):

  • Mánudaga - föstudaga kl. 08:00 - 16:00
  • Fimmtudaga kl. 19:00 - 22:00
  • Sunnudagar kl. 13:00 - 18:00

Sumaropnun (1. júní - 20. ágúst):

  • Mánudaga - föstudaga: kl. 09:00 - 18:00
  • Laugardaga - sunnudaga: kl. 09:00 - 18:00