Grunnskóli Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja deilda grunnskóli á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Oftast eru 190 – 200 nemendur í skólanum á hverju starfsári. Í Hvanneyrardeild eru nemendur í 1.-5. bekk og koma flestir af Hvanneyrarsvæðinu og Skorradal. Á Kleppjárnsreykjum er 1.-10. bekkur og koma nemendur úr Skorradal, Bæjarsveit, Lundarreykjadal, Flókadal, Reykholtsdal, Hálsasveit og efri hluta Hvítársíðu. Á Varmalandi er 1.-10. bekkur og koma nemendur úr Hvítársíðu, Stafholtstungum, Þverárhlíð, Borgarhreppi og Norðurárdal. Upptökusvæði skólans er mjög víðfemt og skólaakstursleiðir eru 14. Ávalt er reynt að ganga út frá því að nemendur þurfi ekki að vera lengur en 55 mínútur á leið í skólann með skólabíl. Einungis er ein heimferð á dag með skólabílum, því er yngstu nemendum skólans boðið upp á frístund og tómstundastarf þegar þeir hafa lokið lögbundnum kennslustundafjölda.
Allar deildir skólans búa við þann kost að vera vel í sveit settar hvað verðar náttúrufegurð og möguleika til að stunda útikennslu og umhverfismennt. Útikennslusvæði hefur verið komið upp á hverjum stað fyrir sig og nýtist það vel til að auðga nám og kennslu. Borgarfjarðarhérað á sér ríka arfleið í sögu og menningu og í framtíðarsýn skólans er það meðal annars tiltekið að skólinn sé sterkur á sviði i lýðheilsu, lífsleikni, list-og verkgreina, með tengingu við náttúru, arfleið, menningu og sögu heimasvæðis.
Skólinn eykur fjölbreytni sína í gengum þessar þrjár starfsstöðvar sem standa saman og vinna að því að ná stöðugt betri árangri.