Fara í efni

Leikskólar í Borgarbyggð

Í Borgarbyggð eru starfandi fimm leikskólar sem starfa eftir lögum og reglugerðum um leikskóla og skólastefnu Borgarbyggðar. Mennta- og menningarmálaráðuneyti mótar uppeldisstefnu leikskóla í aðalnámskrá leikskóla og Borgarbyggð setur fram áherslur sveitarfélagsins í skólastefnu en sérhver leikskóli skipuleggur og starfar eftir sínum áherslusviðum og mótar skólanámskrá sem aðgengileg er á heimasíðum leikskólanna og byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.

Sækja um leikskólapláss

Skólaþjónusta leikskóla

Skólaþjónusta mótast af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni barna og unglinga og virku samstarfi við foreldra. Í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum kemur fram að hlutverk skólaþjónustu sé að veita stuðning við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra. Einnig að veita starfsfólki skóla og starfsemi þeirra stuðning. Skal þjónustan beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni er upp koma í skólastarfinu.

Starfsfólk skólaþjónustu og hlutverk

Sálfræðingar

Sálfræðingar sinna nemendum í leikskólum ýmist að beiðni skóla eða forráðamanna. Hlutverk sálfræðinganna felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Sálfræðingar sitja nemendaverndarráðsfundi í grunnskólum sveitarfélagsins og eru með fasta ráðgjöf í skólum og leikskólum.

Talmeinafræðingar

Talmeinafræðingar sinna greiningu og ráðgjöf í leikskólum vegna barna með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam. Talmeinafræðingar eru með fasta ráðgjöf í leikskólum.

Atferlisfræðingur

Atferlisfræðingur er ráðgefandi í málum þar sem þarf að auka færni barna í daglegu lífi. Hann metur færni barnsins og leggur upp leiðir með starfsfólki og foreldrum með það markmið að barnið nái betri árangri.

Lestrarráðgjafi

Lestrarráðgjafi sinnir ráðgjöf við leikskóla sveitarfélagsins. Hann styður starfsfólk skólanna við að byggja upp ríkulegt mál- og læsisumhverfi og að nota aðferðir byrjendalæsis í skólunum. Lestarráðgjafi er einnig leiðtogi byrjendalæsis og heldur utan um þá kennara sem eru í byrjendalæsiskennaranámi með reglulegum vettvangsheimsóknum og leiðsögn. Lestrarráðgjafi veitir einnig kennsluráðgjöf sé þess óskað.

Málstjóri

Málstjóri sér um að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu þar sem áhersla er á farsæld barnsins. Hann sér til þess að nemandi, foreldrar og kennarar fái upplýsingar um þjónustu við hæfi, tryggir aðgang að mati á þjónustuþörf, sér til þess að stuðningsáætlun sé gerð og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.

Málstjóri sinnir einnig faglegri ráðgjöf og stuðningi við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla og fylgir eftir greiningum sérfræðinga. Hann tekur þátt í mótun fræðslu fyrir starfsfólk leikskóla og þróun kennsluhátta.

Önnur sérfræðiráðgjöf

Leikskólar sveitarfélagsins geta verið í samstarfi við skólaþjónustuna um aðstoð annarra sérfræðinga en hér eru nefndir.

Reglur um innritun barna í leikskóla Borgarbyggðar

Umsókn
Sótt er um leikskóladvöl á vef Borgarbyggðar (Þjónustugátt). Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Borgarbyggð, en barnið getur verið á biðlista þótt lögheimili sé annars staðar. Vegna tímabundinna dvala barna með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er farið eftir viðmiðunarreglum Borgarbyggðar vegna skóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.

Úthlutun /innritun í leikskóla
Farið er eftir aldursröð í úthlutun. Systkini hafa forval í þann leikskóla sem eldra systkini er í þegar að úthlutun er komið skv. aldursröð.

Innritun
Leikskólastjóri tilkynnir foreldrum hvenær barnið getur hafið leikskólagöngu, að jafnaði eigi síðar en fjórum vikum áður en leikskóladvöl hefst. Staðfesta þarf dvölina hjá leikskólastjóra innan 10 daga frá því að tilkynning berst.

Uppsagnarfrestur
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Uppsögn skal vera skrifleg og skilast til leikskólastjóra á þar til gerðu eyðublaði. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl.

Leikskólagjöld
Gjald fyrir dvöl á leikskóla er innheimt fyrirfram. Leikskólagjöld eru innheimt í ellefu mánuði á ári. Gjaldskrá leikskóla er endurskoðuð árlega og tekur sveitarstjórn ákvörðun um breytingar á henni. Gjaldskrá leikskóla er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar og hér.

Gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar má sjá undir „Gjaldskrár“

Dvalartími
Leikskólar eru opnir virka daga kl. 07.45-16.30. Gerður er dvalarsamningur um dvöl barnsins á leikskólanum. Hægt er að sækja um breytingu á dvalartíma hjá leikskólastjóra. Börn skulu taka fjögurra vikna sumarleyfi.

Starfsfólk leikskóla Borgarbyggðar er bundið þagnarskyldu.

Gagnabanki fyrir lestur

Hér má finna bæklinga um hugmyndir fyrir heimalestur fyrir hvert aldursstig. Hér er einnig að finna ýmsar upplýsingar um lestur og krækjur á myndbönd frá Menntamálastofnun.

Lestur samanstendur af fjölmörgum grunnþáttum og færni á hverju svið er mikilvægur liður í heildar lestrarfærni hvers barns.

Gagnabanki 

Leikskólinn Andabær
Skólastjóri: Ástríður Guðmundsdóttir
Arnarflöt 2
310 Borgarnes
Leikskólinn Klettaborg
Skólastjóri: Steinunn Baldursdóttir
Borgarbraut 101
310 Borgarnes
Leikskólinn Hnoðraból
Skólastjóri: Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir
Kleppjárnsreykjum
311 Borgarnes
Leikskólinn Ugluklettur
Skólastjóri: Kristín Gísladóttir
Uglukletti 1
310 Borgarnes
Leikskólinn Hraunborg
Skólastjóri: Bára Tómasdóttir
Bifröst
311 Borgarnes