Fara í efni

Leikskólinn Andabær

Í upphafi leikskóladvalar fá foreldrar foreldrahandbók leikskólans þar sem fram koma ýmsar hagnýtar upplýsingar sem varða starfsemi leikskólans. Mikilvægur þáttur í þessari samvinnu er aðlögun, þar sem lagður er hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og starfsfólks leikskóla. Barnið þarf að aðlagast nýju umhverfi, kynnast starfsfólki og börnum sem fyrir eru, læra að vera í hóp, fara eftir reglum o.fl.

Við upphaf leikskólagöngu ræða foreldrar og aðlögunaraðili saman um tilhögun aðlögunarinnar og mikilvægi þess að annað foreldri dvelji með barninu í upphafi. Frá hausti 2017 hefur Andabær notað þátttökuaðlögun til að gefa nýjum börnum og foreldrum þeirra tækifæri til að kynnast, umhverfi leikskólans og þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru. Hún gengur þannig fyrir sig að foreldri er með barninu í þrjá daga í leikskólanum og sér alfarið um barnið. Þannig upplifir foreldrið allar aðstæður barnsins yfir daginn. Hugmyndafræðin að baki þessari tegund aðlögunar er að ekki sé verið að kenna barninu að vera skilið eftir heldur fái það tækifæri til að kynnast leikskólanum og starfsfólki í öruggum höndum foreldra sinna. Foreldrar fá auk þess tækifæri til að kynnast þeim aðstæðum sem barnið kemur til með að vera í, starfsfólki og húsnæði leikskólans. Við teljum þessa tegund aðlögunar góðan grunn að samstarfi við foreldra í gegnum leikskólagöngu barnsins. Samt sem áður þarf að taka tillit til hvers og eins og er hlutverk starfsfólksins að vera svegjanlegt og koma til móts við sem flesta.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu leikskólans.