Fara í efni

Vinnuskóli Borgarbyggðar

Vinnuskóli Borgarbyggðar er fyrir 13-16 ára unglinga sem hafa nýlokið 7., 8., 9. eða 10. bekk. Markmið Vinnuskólans er að leiðbeina unglingum og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans.

Vinnuskóli Borgarbyggðar starfar að öllu jöfnu frá júní - júlí ár hvert og leitast er við að veita öllum 13 – 16 ára (7. – 10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í vinnuskólanum. Börn í 7. bekk geta valið 3 vikur yfir tímabilið til að vinna í vinnuskólanum en börn í 8. – 10. bekk geta valið um allar 7 vikurnar.

Vinnuskólinn starfar samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar en ekki samkvæmt lögskipaðri námskrá og er því ekki skólaskylda í vinnuskólanum.

Starfsstöðvar eru í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti, stundum er unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst.

Upplýsingar 2022

Vinnuskólinn verður starfandi í átta vikur í sumar. Vikurnar eru eftirfarandi:

 • Vika 1 - 7.-10. júní
 • Vika 2 - 13.-16. júní
 • Vika 3 - 20.-24. júní
 • Vika 4 - 27.júní-1. júlí
 • Vika 5 - 4.-8. júlí
 • Vika 6 - 11.-15. júlí
 • Vika 7 - 18.-22. júlí
 • Vika 8 - 25.-29.júlí

Ásamt því að vinna almenn garðyrkjustörf geta nemendur óskað eftir því að vinna eftirfarandi stöf:

Borgarnes

 • Leikskólinn Klettaborg
 • Leikskólinn Ugluklettur
 • Aðstoðarþjálfun í fótbolta
 • Sumarfjör Borgarnesi
 • Umhirða á fótboltavellinum

Hvanneyri

 • Leikskólinn Andabær

Bifröst

 • Golfvöllurinn Glanni

Opnað hefur verið fyrir skráningar með þeim fyrirvara að það takist að ráða flokkstjóra til starfa í Vinnuskólanum. Ef þið hafið áhuga á að vita meira um starf flokkstjóra má skoða auglýsingu á alfred.is, sjá hér fyrir flokkstjóra og hér fyrir yfirfloksstjóra.

Stefnt er að því að nemendur í 8.-10. bekk sem hafa áhuga á fái að prufa önnur verkefni í 1-2 vikur yfir tímabilið. Þeir sem eru í 7. bekk geta einnig lagt inn sínar óskir en eldri ungmenni ganga fyrir.

Efnileg ungmenni sem stunda íþróttir, tómstundir og listir geta sótt um að sinna sínum tómstundum á launum. Markmið Borgarbyggðar með þessu er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Borgarbyggð. Verið er að yfirfara reglur um þetta fyrirkomulag og nánari upplýsingar verða sendar út fyrir sumarið. Þau sem vilja sækja um þetta fyrirkomulag velja almennan hóp í umsókn sinni og setja óskina með í athugasemd.

Yfir sumarið eru 4-5 dagar tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Farið verður í ferð í lok sumars sem er skipulögð með ungmennunum sjálfum.

Forráðamenn skrá unglinga í Vinnuskólann. Mikilvægt er að skrá upplýsingar í umsókn sem flokksstjórar þurfa að vita af, til dæmis ofnæmi eða önnur atriði varðandi heilsufar.

Endanleg úrvinnsla umsókna hefst 25. maí og er því mikilvægt að vera búinn að sækja um fyrir þann tíma.

Sækja um hér

Reglur Vinnuskóla Borgarbyggðar

Reglurnar gilda jafnt á vinnutíma sem og við félagsstörf á vegum skólans.

1. Flokksstjóri er verkstjóri á vinnustað. Næsti yfirmaður hans er yfirflokksstjóri.

2. Öllu starfsfólki ber að vera vinnusamt, stundvíst, heiðarlegt og kurteist.

3. Veikindi og önnur forföll ber að tilkynna hið fyrsta í gegnum Völu vinnuskólakerfi: https://innskraning.island.is/?id=vinnuskoli-umsokn.vala.is

4. Notkun tóbaks er bönnuð. Sama gildir um áfengi, rafrettur/vape, nikótínpúðar og önnur vímuefni.

5. Sjoppu og búðaferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.

6. Nemendum ber að ganga vel og þrifalega um á vinnustað og fara vel með þau áhöld sem notuð eru.

7. Nemendur bera viðeigandi kostnað ef þeir fremja skemmdarverk á eigum Vinnuskólans og annarra.

8. Í kaffitímum er ætlast til að nemendur hafi hollt og gott nesti. Ekki er leyfilegt að vera með orku- og gosdrykki.

9. Notkun farsíma er ekki leyfileg á vinnutíma, nema flokkstjóri gefi leyfi um annað.

10. Allir nemendur útvega sjálfir hlífðarfatnað og bera þeir ábyrgð á eigin fötum og eigum.

Laun

Fæðingarár Tímakaup Vinnustundir
2006 1222,45 216
2007 977,96 216
2008 733,47 216
2009 611,23 45

 

.