Fara í efni

Vinnuskóli Borgarbyggðar

Vinnuskóli

Vinnuskóli Borgarbyggðar er fyrir 13-16 ára unglinga sem hafa nýlokið 7., 8., 9. eða 10. bekk. Markmið Vinnuskólans er að leiðbeina unglingum og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans.

Starfsstöðvar Vinnuskólans verða á Bifröst, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti.

Þeir sem sjá um verkstýringu á vinnuskólanum í Reykholti og Hvanneyri eru Snorrastofa og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Skráning

Forráðamenn þurfa að skrá ungmenni í vinnuskólann. Skráning fer fram í íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar.

Dagsetningar

Vinnuskólinn hefst í byrjun júní og lýkur 31. júlí.

Vinnutími

Unnið er frá kl. 9-12 og 13-16 nema á föstudögum til kl.12.

7. bekk býðst að taka þátt í Vinnuskólanum, þau geta valið sér tvær vikur og unnið frá klukkan 9-12.
Ásamt því að vinna við almenn garðyrkjustörf geta nemendur óskað eftir því að vinna eftirfarandi störf:

  • hjá stofnunum Borgarbyggðar t.d leikskólum og safnahúsi,
  • hjá íþróttafélögum,
  • í Skallagrímsgarði og á íþróttavellinum,
  • í Sumarfjöri og í skapandi sumarhóp með Michelle Bird,
  • við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir.

Efnileg ungmenni sem stunda íþróttir, tómstundir og listir geta fengið að sinna sínum tómstundum á launum. Markmið Borgarbyggðar með þessu er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Borgarbyggð. Nánari upplýsingar og reglur finnið þið hér.

Sótt er um á íbúagáttinni á sama umsóknareyðublaði og hjá Vinnuskólanum.

Nánari upplýsingar um reglur, vinnutíma og kaup finnið þið hér.

 

Skráning í vinnuskólann