Fara í efni

Vinnuskóli Borgarbyggðar

Vinnuskóli Borgarbyggðar er fyrir 13-16 ára unglinga sem hafa nýlokið 7., 8., 9. eða 10. bekk. Markmið Vinnuskólans er að leiðbeina unglingum og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans.

Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 14 júní – 30 júlí sumarið 2021. Leitast verður við að veita öllum 13 – 16 ára (7. – 10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í vinnuskólanum. Börn í 7. bekk geta valið 3 vikur yfir tímabilið til að vinna í vinnuskólanum en börn í 8. – 10. bekk geta valið um allar 7 vikurnar.

Vinnuskólinn starfar samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar en ekki samkvæmt lögskipaðri námskrá og er því ekki skólaskylda í vinnuskólanum.

Starfsstöðvar verða í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti. Því miður verður ekki samstarf með háskólanum á Bifröst.

Hægt er að sækja um starf á öðrum starfsstöðvum í sveitarfélaginu en barn er búsett á, en eru þá foreldrar ábyrgir fyrir því að koma barni til og frá vinnu.

Þeir sem sjá um verkstjórn í vinnuskólanum á Hvanneyri er Landbúnaðarháskóli Íslands og í Reykholti er það Snorrastofa.

Ásamt því að vinna almenn garðyrkjustörf geta nemendur óskað eftir því að vinna eftirfarandi stöf:

Borgarnes

 • Leikskólinn Ugluklettur (vikur 1-4)
 • Leikskólinn Klettaborg (vikur 1-3).
 • Aðstoðarþjálfun í fótbolta (vikur 1-7)
 • Skallagrímsgarður (vikur 1-7)
 • Sumarfjör Borgarnesi (vikur 1-6)
 • Umhirða á fótboltavellinum (vikur 1-7)
 • Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir

Hvanneyri

 • Sumarfjör (vikur 1-4)
 • Leikskólinn Andabær (vikur 1-3)
 • Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir

Reykholt

 • Við að leggja stunda á íþróttir, tómstundir og listir

Bifröst

 • Golfvöllurinn Glanni (vika 1-7)
 • Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir

Stefnt er að því að allir nemendur í 8.-10. bekk sem hafa áhuga á fái að prufa önnur verkefni í 1-2 vikur yfir tímabilið. Þeir sem eru í 7. bekk geta einnig lagt inn sínar óskir en eldri ungmenni ganga fyrir.

Efnileg ungmenni sem stunda íþróttir, tómstundir og listir geta fengið að sinna sínum tómstundum á launum. Markmið Borgarbyggðar með þessu er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Borgarbyggð. Sótt er um í gegnum Völu umsóknarkerfið og fer tómstundastjóri sérstaklega yfir þær umsóknir og byður um þau fylgiskjöl sem þarf.

Yfir sumarið eru 4-5 dagar tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Farið verður í ferð í lok sumars sem er skipulögð með ungmennunum sjálfum.

Forráðamenn skrá unglinga í Vinnuskólann, mikilvægt er að taka fram í umsókn ef það er eitthvað sem flokkstjórar þurfa að vita t.d ofnæmi eða greiningar.

Endanleg úrvinnsla umsókna hefst 25. maí og er því mikilvægt að vera búinn að sækja um fyrir þann tíma.

Taxti fyrir vinnuskólann er sem hér segir:

13 ára  557 kr. + orlof 13,04 %
14 ára  668 kr. + orlof 13,04 %
15 ára  891 kr. + orlof 13,04 %
16 ára  1.113 kr. + orlof 13,04 %

 

Hafi fólk frekari spurningar má endilega hafa samband við Davíð Guðmundsson, tómstundafulltrúa, david@umsb.is eða í síma 659-2466.

 

 

Skráning í vinnuskólann