Fara í efni

Deiliskipulag

 

Deiliskipulag er skipulagsáætlun sem er gerð fyrir einstök svæði eða reiti sveitarfélagsins. Deiliskipulag er byggt á þeirri stefnu sem tekin er í aðalskipulagi og útfærir hana fyrir viðkomandi svæði eða reiti hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli.

Í deiliskipulagi eru settir skilmálar um mótun og yfirbragð byggðar og umhverfis. Tilgreindar eru stærðir, staðsetning og notkun húsa. Hönnun og efnisnotkun bygginga er útfærð nánar ásamt ákvæðum um lóðir og almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi skulu vera í samræmi við skipulag. Almenna reglan er að byggingaleyfi skuli byggja á deiliskipulagi, en framkvæmdaleyfi geta í tilteknum tilvikum byggt á aðalskipulagi.

Sveitarfélagið birtir gild deiliskipulög á vefnum og er hægt að nálgast þau hér.

 

Nánari upplýsingar um ferli deiliskipulagsgerðar má nálgast á heimasíðu Skipulagsstofnunar ásamt leiðbeiningarblöðum þar að lútandi. 

Skipulagsráðgjafar

Á 28. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar þann 5. október 2021 var lögð fram ábending Skipulagsstofnunar er varðar hæfisskilyrði skipulagshönnuða við gerð skipulagsáætlanir sbr. 5. mgr. 7. gr. og 9. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Skipulags- og byggingarnefnd telur sveitarfélaginu skylt að fara að ábendingu Skipulagsstofnunar. Mun sveitarfélagið hér eftir fara fam á að skipulagshönnuðir séu á lista Skipulagsstofnunar yfir þá sem uppfylla framangreind hæfisskilyrði frá og með 1. nóvember 2021 þegar lagðir eru fram nýjir uppdrættir og greinargerðir til sveitarfélagsins. Eðlilegt er að þau mál sem þegar eru í ferli hjá sveitarfélaginu, eða aðrir samningar liggja fyrir um, fái undanþágu frá þessari reglu.

Skipulagsstofnun heldur úti lista yfir þá sem uppfylla skilyrði til gerðar skipulagsáætlana, sjá hér.

Þeir sem uppfylla skilyrði um menntun og/eða starfsreynslu sem tilgreind eru í 7. grein skipulagslaga geta óskað eftir skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana.

Æskilegast er að landeigendur, framkvæmdaraðilar og aðrir leyti ráðlegginga hjá hönnuði sem er síðan tengiliður við Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar.