Endurskoðun aðalskipulags
Á íbúafundinum 12. september 2023 fóru sérfræðingar hjá Eflu yfir nýja vefsíðu sem haldið verður úti á meðan unnið er að heildarendurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Vefsíðan hefur, ásamt forsíðu, fjóra flipa:
- Gildandi aðalskipulag: þar er hægt að nálgast staðfest gögn (pdf) af núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
- Kortasjá: sýnir hvaða skilmálar og landnotkun eru nú í gildi í Borgarbyggð með öllum þeim breytingum sem unnar hafa verið frá því aðalskipulagið öðlaðist gildi 2011.
- Vegir í náttúru Íslands: kortasjá með frumdrögum að vegum í náttúru Íslands í Borgarbyggð.
- Flokkun landbúnaðarlands: kortasjá með frumflokkun á landbúnaðarlandi Borgarbyggðar.
Hægt er að koma með ábendingar inn á kortasjána fyrir vegi í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi með því að smella á hnapp Skrá athugasemd sem er í efra, vinstra horni. Hægt er að skrá athugasemdir hvenær sem er á meðan vinnu stendur við heildarendurskoðun.
Vefsjáin tekur svo breytingum þegar líður á vinnuna svo gott er að fólk líti við af og til.
Hægt er að koma með athugasemdir í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar [Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is)] til og með 18. september næstkomandi.
Hægt er að horfa á íbúafundinn hér
Skipulags- og matlýsing
Hefur þú skoðun á skipulagsmálum?
Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.
Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar og sjónarmið sem varða efni hennar í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is fyrir 18. september 2023.
Vakin er athygli á að kynningafundur um skipulagslýsinguna er áformaður í ágúst nk. og verður auglýstur sérstaklega á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Kynning lýsingarinnar er skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Vefkönnun - hugmyndir og sjónarmið
Sveitarfélagið leitar til íbúa og hagsmunaaðila eftir hugmyndum og sjónarmiðum við vinnu endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og matslýsing endurskoðun aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 18. september 2023.
Vefkönnun – Hugmyndir og sjónarmið hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun og skipulags í bæði dreifbýli og þéttbýli, því er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að sem flestir komi fram með sínar skoðanir.
Með von um góða þátttöku.
Staða og þróun landnotkunar í dreifbýli
Sveitarfélagið leitar til landeigenda og ábúenda um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum við vinnu endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 18 .september 2023
Vefkönnun – Staða og þróun landnotkunar í dreifbýli hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun skipulags í bæði dreifbýli og þéttbýli, því er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að sem flestir komi fram með sínar skoðanir.
Með von um góða þátttöku.
-